Spænski markvörðurinn Adrian verður áfram hjá Liverpool á næsta tímabili.
Adrian hefur verið Alisson til halds og trausts síðustu fjögur ár en hann spilaði aðeins einn leik á tímabilinu og var það í Samfélagsskildinum gegn Manchester City.
Spánverjinn deildi varamarkvarðarstöðunni með Caoimhin Kelleher á þessu tímabili en það má gera ráð fyrir því að Kelleher yfirgefi Liverpool í sumar í leit að meiri spiltíma.
Adrian, sem er 36 ára, er þó sáttur við sitt hlutverk og verður hann áfram í herbúðum Liverpool.
Á næstu dögum mun hann skrifa undir nýjan eins árs samning við félagið en þetta segir Fabrizio Romano á Twitter.
EXCL: Adrian stays at Liverpool also next season as new deal has been signed and it will be unveiled soon. ????????????? #LFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 29, 2023
He will be part of Liverpool 23/24 team. pic.twitter.com/puhS6iuVJ7
Athugasemdir