Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
banner
   mán 29. maí 2023 20:25
Brynjar Ingi Erluson
Adrian verður áfram hjá Liverpool
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn Adrian verður áfram hjá Liverpool á næsta tímabili.

Adrian hefur verið Alisson til halds og trausts síðustu fjögur ár en hann spilaði aðeins einn leik á tímabilinu og var það í Samfélagsskildinum gegn Manchester City.

Spánverjinn deildi varamarkvarðarstöðunni með Caoimhin Kelleher á þessu tímabili en það má gera ráð fyrir því að Kelleher yfirgefi Liverpool í sumar í leit að meiri spiltíma.

Adrian, sem er 36 ára, er þó sáttur við sitt hlutverk og verður hann áfram í herbúðum Liverpool.

Á næstu dögum mun hann skrifa undir nýjan eins árs samning við félagið en þetta segir Fabrizio Romano á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner