Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   sun 29. september 2019 21:34
Brynjar Ingi Erluson
Óskar Örn og Elín Metta leikmenn ársins á lokahófi KSÍ og Leikmannasamtakanna
Óskar Örn Hauksson var magnaður í liði KR á tímabilinu
Óskar Örn Hauksson var magnaður í liði KR á tímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Metta Jensen (t.h) var valin best í Pepsi Max-deild kvenna
Elín Metta Jensen (t.h) var valin best í Pepsi Max-deild kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson úr KR og Elín Metta Jensen úr Val eru leikmenn ársins en þau hlutu verðlaun á lokahófi hjá Leikmannasamtökum Íslands ásamt KSÍ og Ölgerðinni.

Óskar, sem er 34 ára gamall, skoraði 7 mörk og lagði upp 8 mörk er KR varð Íslandsmeistari. Hann var lykillinn í sóknarleik liðsins og uppskar verðlaunin sem besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar á þessu tímabili.

Elín Metta Jensen úr Val var þá best í Pepsi Max-deild kvenna en hún og Hlín Eiríksdóttir skoruðu 16 mörk í deildinni í sumar. Hlín var valin efnilegust í deildinni.

Finnur Tómas Pálmason var efnilegur í Pepsi Max-deild karla og þá var Rúnar Kristinsson þjálfari ársins fyrir að stýra KR-ingum til sigurs.

Pétur Guðmundsson er dómari ársins. Þá var einnig valið lið ársins en KR var með sex leikmenn í liðinu.

Besti leikmaður Pepsi Max-deild karla:
Óskar Örn Hauksson (KR)

Besti leikmaður Pepsi Max-deild kvenna:
Elín Metta Jensen (Valur

Efnilegastur í Pepsi Max-deild karla:
Finnur Tómas Pálmason (KR)

Efnilegust Pepsi Max-deild kvenna:
Hlín Eiríksdóttir (Valur)

Þjálfari ársins í Pepsi Max-deild karla:
Rúnar Kristinsson (KR)

Þjálfari ársins í Pepsi Max-deild kvenna:
Pétur Pétursson (Valur)

Dómari ársins í Pepsi Max-deild karla
Pétur Guðmundsson

Dómari ársins í Pepsi Max-deild kvenna:
Gunnar Oddur Hafliðason
Athugasemdir
banner
banner
banner