Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   mán 29. október 2018 08:51
Elvar Geir Magnússon
Sérfræðingur mun aðstoða leikmenn Leicester
Kasper Schmeichel skrifaði falleg minningarorð og birti þessa mynd með.
Kasper Schmeichel skrifaði falleg minningarorð og birti þessa mynd með.
Mynd: Twitter
Leikmenn Leicester munu fá aðstoð frá sérfræðingi til að takast á við áfallið sem fylgir þyrluslysinu sem átti sér stað á laugardagskvöld.

Allir fimm sem voru um borð létust en þar á meðal var Vichai Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester.

Leicester átti að mæta Southampton í deildabikarnum á morgun en þeim leik hefur verið frestað.

Vichai var 61 árs gamall en nokkrir af leikmönnum höfðu myndað náið samband með honum. Þar á meðal markvörðurinn Kasper Schmeichel en Mirror segir að hann hafi verið grátandi á King Power leikvangnum til 1:30 um nóttina.

Shcmeichel skrifaði minningarorð á samfélagsmiðla. Hann segist aldrei hafa kynnst manni eins og Vichai og að hann hafi látið drauma sína rætast.

„Þú breyttir fótboltanum. Að eilífu! Þú gafst öllum von um að hið ómögulega væri mögulegt, ekki bara til þinna stuðningsmanna heldur til stuðningsmanna í öllum íþróttum um allan heim. Það eru ekki margir sem hafa gert það," skrifaði Schmeichel meðal annars en Leicester vann ótrúlegan Englandsmeistaratitil 2016.


Athugasemdir
banner
banner
banner