Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 29. október 2020 20:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mourinho hefði viljað gera 11 skiptingar - Þolinmæðin í garð Alli á þrotum?
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho gerði níu breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Antwerp í Evrópudeildinni frá leiknum gegn Burnley á mánudag. Tottenham tapaði 1-0 í Belgíu í kvöld.

Mourinho gerði svo fjórfalda breytingu í hálfleik til að reyna snúa leiknum Tottenham í hag. Giovani Lo Celso, Dele Alli, Steven Bergwijn og Carlos Vinicius var skipt út af. Mikið hefur verið rætt og ritað um Dele Alli og hans fáu mínútur. Hann var að byrja sinn fyrsa leik í mánuð.

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, var bálreiður í leikslok. „Eg hefði viljað gera ellefu breytingar. Ég gerði ekki fimm [í hálfleik] því ég vildi eiga eina inni."

„Það er einungis hægt að kenna mér um því ég valdi liðið til að byrja. Þegar kemur að vali mínu til framtíðar þá er það mjög auðvelt. Það er á mína ábyrgð."


Mourinho var spurður hvort hann væri að tala um Dele Alli þegar hann nefnir liðsval framtíðarinnar en Portúgalinn neitaði að svara. Ef lesið er í þau skilaboð þá er ekki líklegt að Alli byrji leiki á næstunni.

„Þið spyrjið mig alltaf af hverju er þessi leikmaður ekki að spila? Af hverju er þessi ekki valinn. Kannski næstu vikurnar spyrjið þið mig ekki því þið hafið svarið við því," sagði Mourinho svo á fréttamannafundi.
Athugasemdir
banner
banner
banner