Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   lau 29. október 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Napoli getur unnið þrettánda leikinn í röð
Mynd: EPA

SSC Napoli hefur byrjað tímabilið gríðarlega vel og trónir á toppi ítölsku deildarinnar. Liðið er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og getur unnið þrettánda leikinn í röð í öllum keppnum í dag.


Napoli tekur á móti Sassuolo, sem geta reynst ansi erfiðir andstæðingar á sínum degi. Lærisveinar Luciano Spalletti eru búnir að vinna tólf leiki í röð í öllum keppnum og hafa ekki tapað einum einasta leik á tímabilinu.

Juventus heimsækir svo Þóri Jóhann Helgason og nýliða Lecce en Ðusan Vlahovic er tæpur eftir að hafa meiðst í Meistaradeildinni í vikunni.

Inter tekur að lokum á móti Sampdoria í lokaleik dagsins. Inter hefur farið hikstandi af stað og þarf sigur í toppbaráttunni á meðan Sampdoria er meðal neðstu liða eftir skelfilega byrjun.

Leikir dagsins:
13:00 Napoli - Sassuolo
16:00 Lecce - Juventus
18:45 Inter - Sampdoria


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner
banner