Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 29. október 2024 10:49
Elvar Geir Magnússon
Sporting þegar búið að finna arftaka Amorim
Rúben Amorim.
Rúben Amorim.
Mynd: EPA
Portúgalskir fjölmiðlar segja að Sporting Lissabon sé þegar búið að ákveða hver muni taka við liðinu ef Rúben Amorim tekur við Manchester United.

Amorim er í viðræðum við United og ef hann fer til Englands ætlar Sporting að ráða Joao Pereira, samkvæmt frétt A Bola. Hann starfar í dag sem þjálfari varaliðs félagsins.

Pereira átti þrjá kafla sem leikmaður Sporting og var í hópnum hjá Amorim sem vann portúgalska meistaratitilinn 2021. Hann lék sem hægri bakvörður og á 40 landsleiki fyrir Portúgal á ferilskránni.

Amorim hefur sjálfur talað um Pereira sem efnilegan þjálfara og sagt að hann gæti orðið framtíðarþjálfari Sporting.
Athugasemdir
banner
banner