David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
banner
   þri 29. október 2024 08:55
Elvar Geir Magnússon
Lærði af Mourinho en spilar allt öðruvísi fótbolta
Rúben Amorim, stjóri Sporting Lissabon.
Rúben Amorim, stjóri Sporting Lissabon.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það virðist stefna í að Rúben Amorim, stjóri Sporting Lissabon, verði næsti stjóri Manchester United. Hans átrúnaðargoð er sjálfur Jose Mourinho.

Þegar Amorim sleit krossband 32 ára gamall lagði hann skóna á hilluna og fór að mennta sig í þjálfun. Hann lærði undir stjórn Mourinho og fór í starfsnám hjá honum hjá Manchester United árið 2018.

Þrátt fyrir það er hugmyndafræði þeirra tveggja á vellinum ólík.

„Amorim myndi viðurkenna að hann sé enn að bæta við sig þekkingu en hann telur að tilgangur fótboltans sé sá að þeir sem séu að horfa hafi gaman að því og séu spenntir. Hann vill skemmtilegan sóknarbolta og nóg af mörkum, vill að sitt lið stýri leiknum. Hann vill gleðja stuðningsmenn," segir íþróttafréttamaðurinn Guillem Balague.

Hjá Sporting hefur Amorim helst notað 3-4-3 leikkerfi með sóknarsinnaða vængbakverði. Án boltans er notuð áköf pressa og hraðar sóknir þegar liðið er með boltann.

Að ná árangri í portúgalska boltanum eða koma Manchester United á beinu brautina eru tvö gjörólík verkefni og ljóst að sama hver tekur við United þá er mikið verk fyrir höndum.

„Það er eins og það sé ómögulegt að taka við Manchester United en þannig var það líka hjá Sporting þegar Amorim var kynntur sem nýr stjóri í mars 2020," segir portúgalski íþróttafréttamaðurinn Marcus Alves.
Athugasemdir
banner
banner
banner