Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   þri 30. mars 2021 21:07
Arnar Laufdal Arnarsson
Líklegt byrjunarlið Frakka gegn Íslandi: Ógnarsterkt lið
Camavinga til hægri á æfingu með A landsliði Frakka
Camavinga til hægri á æfingu með A landsliði Frakka
Mynd: Getty Images
Ísland mætir Frakklandi á morgun í lokakeppni Evrópumótsins. Leikurinn er liður í lokaumferð riðilsins og þurfa bæði lið á sigri að halda.

Frökkum gæti dugað jafntefli ef Danir leggja Rússa. Undirritaður telur að liðið sem sést hér neðst í fréttinni sé sterkasta liðið sem Frakkar hafa upp á að bjóða.

Tveir leikmenn eru á mála hjá liðum í ensku úrvalsdeildinni, einn í La Liga, tveir í þýsku Bundesliga, fimm úr frönsku deildinni og einn úr skosku deildinni.

Líklegt byrjunarlið Íslands á morgun

Ef þetta lið mætir til leiks þá verða fimm breytingar á liði Frakka frá sigrinum gegn Rússum á sunnudag. Þrjár breytingar á miðjunni, ein í vörninni og markvarðarbreyting.

Liðið gegn Rússum (2-0 sigur): Lafont, Dagba, Kounde, Konate, Truffert, Tchouameni, Soumare, Ikone (1 mark), Faivre, Edouard (1 mark), Gouri.

Liðið gegn Dönum (0-1 tap): Lafont, Fofana, Kounde, Badiashile, Truffert, Camavinga, Kamara, Guendouzi, Faivre, Edouard, Gouiri.

Sjá einnig:
RB Leipzig segir Konate ekki á leið til Liverpool
„Camavinga verður besti miðjumaður heims"
Ísland með reyndasta liðið - Ríflega tvöfalt fleiri leikir en Frakkar


Sterkasta lið Frakka að mati fréttaritara.
Athugasemdir
banner
banner
banner