Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 20. febrúar 2021 09:20
Victor Pálsson
„Camavinga verður besti miðjumaður heims"
Mynd: Getty Images
Eduardo Camavinga verður besti miðjumaður heims í framtíðinni að sögn umboðsmanns hans, Jonathan Barnett.

Camavinga er gríðarlegt efni en hann leikur með Rennes í Frakklandi og er reglulega orðaður við önnur félög.

Real Madrid og Barcelona eru ku horfa til leikmannsins sem myndi kosta yfir 50 milljónir evra.

Miðað við orð Barnett þá er Camavinga ekki að flýta sér burt en hann er 18 ára gamall og á að baki 49 deildarleiki fyrir Rennes.

„Eins og er þá er hann leikmaður Rennes. Honum líkar það hjá Rennes og við höfum ekki rætt við önnur félög," sagði Barnett.

„Við sjáum hvað gerist seinna en hann stendur sig vel og það er gott. Ég sé hann fyrir mér sem besta miðjumann heims í framtíðinni með margar medalíur og marga bikara."
Athugasemdir
banner
banner
banner