fös 30. apríl 2021 14:10
Fótbolti.net
Líkleg byrjunarlið Breiðabliks og KR - Bræður í öftustu línu?
Finnur Orri er mættur aftur í Breiðablik.
Finnur Orri er mættur aftur í Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ægir Jarl Jónasson.
Ægir Jarl Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stórleikur 1. umferðar Pepsi Max-deildarinnar er leikur Breiðabliks og KR sem fram fer á Kópavogsvelli á sunnudagskvöld klukkan 19:15. Beðið er eftir leiknum með mikilli eftirvæntingu.

KR hefur verið með gott tak á Blikaliðinu en þessi tvö lið gætu verið með í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn þetta sumarið.

Það eru meiðsli í varnarlínu Blika. Elfar Freyr Helgason og Davíð Örn Atlason verða ekki með í fyrsta leik og ólíklegt er að Róbert Orri Þorkelsson spili. Þá er Damir Muminovic sagður tæpur en Fótbolti.net setur hann þó í líklegt byrjunarlið.

Mögulegt er að Finnur Orri Margeirsson, sem er hugsaður sem miðjumaður í Kópavoginum, muni leysa af í vörninni í þessum leik og spila við hlið bróður síns, Viktors Arnar. Finnur kom til Breiðabliks frá KR fyrir þetta tímabil.





föstudagur 30. apríl
20:00 Valur-ÍA (Origo völlurinn)

laugardagur 1. maí
17:00 HK-KA (Kórinn)
19:15 Stjarnan-Leiknir R. (Samsungvöllurinn)
19:15 Fylkir-FH (Würth völlurinn)

sunnudagur 2. maí
19:15 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur)
19:15 Víkingur R.-Keflavík (Víkingsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner