Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
banner
   fim 30. júní 2022 23:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Láki: Fyrst og fremst góð liðsframmistaða
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Þór vann annan sigurinn sinn í Lengjudeildinni í kvöld gegn Þrótti Vogum en sá fyrsti kom í fyrstu umferð gegn Kórdrengjum.


Lestu um leikinn: Þór 5 -  0 Þróttur V.

Þorlákur Árnason þjálfari liðsins var að vonum ánægður með sigurinn.

„Hún er rosalega góð. Við unnum nátturulega bara í fyrstu umferð og erum búnir að vera ströggla við að skora sérstaklega, við erum búnir að skora tvö mörk í fjórum leikjum á heimavelli fyrir þennan leik þrátt fyrir að hafa skapað okkur fullt af færum," sagði Þorlákur.

„Svo datt fyrsta markið mjög snemma og annað í kjölfarið. Við spiluðum fyrri hálfleikinn gríðarlega vel, sigldum þessu inn í fyrri hálfleik."

Alexander Már Þorláksson, sonur Þorláks, lék sinn fyrsta leik fyrir Þór og skoraði og lagði upp, þá var Ion Perelló Machi einnig að spila sinn fyrsta leik.

„Mér fannst báðir nýju leikmennirnir Ion og Alexander 'fitta' rosalega vel inn í þetta og hjálpa liðinu mikið. Þetta var fyrst og fremst mjög góð liðsframmistaða. Maður er búinn að vera bíða eftir því á heimavelli, þar sem við höfum verið með boltann meirilhutann af þessum leikjum, að skora. Þegar fyrsta færið dettur inn þá er þvílíkur léttir á liðinu," sagði Þorlákur.


Byrjunarlið Þór :
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
7. Orri Sigurjónsson
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
8. Nikola Kristinn Stojanovic
10. Aron Ingi Magnússon
10. Ion Perelló
11. Harley Willard
15. Kristófer Kristjánsson
18. Elvar Baldvinsson
23. Alexander Már Þorláksson
30. Bjarki Þór Viðarsson

Byrjunarlið Þróttur V. :
1. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Arnór Gauti Úlfarsson
4. James William Dale
11. Shkelzen Veseli
16. Unnar Ari Hansson (f)
19. Rubén Lozano Ibancos
19. Jón Kristinn Ingason
22. Haukur Leifur Eiríksson
26. Michael Kedman
27. Dagur Guðjónsson
44. Andy Pew
Athugasemdir
banner
banner