Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
   fim 30. júní 2022 23:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Láki: Fyrst og fremst góð liðsframmistaða
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Þór vann annan sigurinn sinn í Lengjudeildinni í kvöld gegn Þrótti Vogum en sá fyrsti kom í fyrstu umferð gegn Kórdrengjum.


Lestu um leikinn: Þór 5 -  0 Þróttur V.

Þorlákur Árnason þjálfari liðsins var að vonum ánægður með sigurinn.

„Hún er rosalega góð. Við unnum nátturulega bara í fyrstu umferð og erum búnir að vera ströggla við að skora sérstaklega, við erum búnir að skora tvö mörk í fjórum leikjum á heimavelli fyrir þennan leik þrátt fyrir að hafa skapað okkur fullt af færum," sagði Þorlákur.

„Svo datt fyrsta markið mjög snemma og annað í kjölfarið. Við spiluðum fyrri hálfleikinn gríðarlega vel, sigldum þessu inn í fyrri hálfleik."

Alexander Már Þorláksson, sonur Þorláks, lék sinn fyrsta leik fyrir Þór og skoraði og lagði upp, þá var Ion Perelló Machi einnig að spila sinn fyrsta leik.

„Mér fannst báðir nýju leikmennirnir Ion og Alexander 'fitta' rosalega vel inn í þetta og hjálpa liðinu mikið. Þetta var fyrst og fremst mjög góð liðsframmistaða. Maður er búinn að vera bíða eftir því á heimavelli, þar sem við höfum verið með boltann meirilhutann af þessum leikjum, að skora. Þegar fyrsta færið dettur inn þá er þvílíkur léttir á liðinu," sagði Þorlákur.


Byrjunarlið Þór :
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
7. Orri Sigurjónsson
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
8. Nikola Kristinn Stojanovic
10. Aron Ingi Magnússon
10. Ion Perelló
11. Harley Willard
15. Kristófer Kristjánsson
18. Elvar Baldvinsson
23. Alexander Már Þorláksson
30. Bjarki Þór Viðarsson

Byrjunarlið Þróttur V. :
1. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Arnór Gauti Úlfarsson
4. James William Dale
11. Shkelzen Veseli
16. Unnar Ari Hansson (f)
19. Rubén Lozano Ibancos
19. Jón Kristinn Ingason
22. Haukur Leifur Eiríksson
26. Michael Kedman
27. Dagur Guðjónsson
44. Andy Pew
Athugasemdir
banner
banner