Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 30. júlí 2022 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leicester hafnaði 40 milljónum frá Newcastle - Maddison kostar 60
Mynd: EPA

Sky Sports greinir frá því að Leicester City hafi hafnað 40 milljón punda tilboði frá Newcastle United fyrir sóknarsinnaða miðjumanninn James Maddison.


Newcastle er að skoða að leggja fram endurbætt tilboð í leikmanninn en Leicester er talið vilja fá um 60 milljónir fyrir stjörnuna sína.

Maddison er 25 ára gamall og hefur aðeins spilað einn landsleik fyrir England. Hann á tvö ár eftir af samningnum við Leicester og hefur skorað 45 mörk í 170 leikjum fyrir félagið auk þess að gefa 32 stoðsendingar.

Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, vill bæta fleiri leikmönnum við hópinn og reyndi félagið meðal annars að kaupa Anthony Gordon og Hugo Ekitike fyrr í sumar en það bar ekki árangur.

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, vill helst ekki missa leikmenn úr hópnum þar sem aðeins vika er í fyrsta leik úrvalsdeildartímabilsins. 


Athugasemdir
banner
banner