KSÍ hefur boðað til fréttamannafundar á miðvikudaginn en þá verður opinberaður landsliðshópur fyrir tvo heimaleiki í október í Þjóðadeildinni.
Ísland vann Svartfjallaland og tapaði gegn Tyrklandi í fyrstu umferð riðilsins í september.
Ísland vann Svartfjallaland og tapaði gegn Tyrklandi í fyrstu umferð riðilsins í september.
Ísland leikur heimaleiki við Wales 11. október og Tyrklandi 14. október. Miðasala á leikina er í gangi.
Á fundinum á miðvikudag situr landsliðsþjálfarinn Age Hareide fyrir svörum.
Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason þurfti að draga sig úr síðasta hóp en hann er kominn í gang aftur og ætti að vera í hópnum núna. Hákon Arnar Haraldsson þurfti einnig að draga sig út og spilar ekkert með Íslandi í riðlinum.
Athugasemdir