Maguire til sölu á afslætti - Framtíð Haaland ekki hjá Man City
banner
   mán 30. september 2024 12:04
Elvar Geir Magnússon
Hareide opinberar landsliðshóp á miðvikudag
Icelandair
Age Hareide landsliðsþjálfari.
Age Hareide landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur boðað til fréttamannafundar á miðvikudaginn en þá verður opinberaður landsliðshópur fyrir tvo heimaleiki í október í Þjóðadeildinni.

Ísland vann Svartfjallaland og tapaði gegn Tyrklandi í fyrstu umferð riðilsins í september.

Ísland leikur heimaleiki við Wales 11. október og Tyrklandi 14. október. Miðasala á leikina er í gangi.

Á fundinum á miðvikudag situr landsliðsþjálfarinn Age Hareide fyrir svörum.

Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason þurfti að draga sig úr síðasta hóp en hann er kominn í gang aftur og ætti að vera í hópnum núna. Hákon Arnar Haraldsson þurfti einnig að draga sig út og spilar ekkert með Íslandi í riðlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner