Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 30. október 2020 18:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Magni féll á einu marki - Afdrífaríkasta vítaklúður sumarsins?
Lengjudeildin
Úr leik Magna og Þórs.
Úr leik Magna og Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Íslandsmótinu hefur verið hætt, þessu var greint frá rétt fyrir klukkan sex í dag. Samkvæmt reglugerð KSÍ þýðir það að meðalfjöldistiga í þeim leikjum sem fram hafa farið gildir þegar kemur að því að ákveða í hvaða sætum lið enda.

Þrjú lið enduðu jöfn á botni Lengjudeildarinnar en markatala Þróttar R. var betri en markatala Manga og Leiknis F.

Einungis munaði einu marki á Magna og Þrótti og voru Magnamenn með fleiri mörk skoruð og því hefði eitt mark í hvaða leik sem er dugað til þess að halda sætinu í deildinni.

Eitt augnablik sem Magnamenn munu væntanlega hugsa til baka til er vítaspyrna sem liðið fékk í uppbótartíma gegn Þór nú í 20. umferð í upphafi október. Sá leikur var hluti af síðustu umferðinni sem fór fram áður en mótinu var fyrst slegið á frest og svo í framhaldinu hætt. Staðan var 3-4 fyrir gestina í Þór á Grenivíkurvelli þegar Kairo Edwards-John steig á punktinn, stig var í boði.

Kairo klikkaði á punktinum, skaut vel framhjá markinu og Þórsarar fóru með sigur á hólmi. Vítaspyrnuna má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner