Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 30. nóvember 2022 09:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo færist nær Sádí-Arabíu - Yrði launahæstur í heimi
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo er félagslaus eftir að hafa yfirgefið herbúðir Manchester United en núna segir sagan að hann sé nálægt því að fara til Sádí-Arabíu.

Áhuginn á Ronaldo hjá evrópskum félagsliðum virðist fara dvínandi þar sem hann er orðinn 37 ára gamall.

Samkvæmt Marca á Spáni þá er Ronaldo með samningstilboð frá Al-Nassr í Sádí-Arabíu fyrir tveggja og hálfs árs samning.

Það er líka áhugi á honum í MLS-deildinni í Norður-Ameríku en Ronaldo er sagður meðvitaður um það að taka hæsta launatilboðinu ef tíma hans í Evrópu er lokið.

Sagan segir að Al-Nassr sé tilbúið að borga honum 400 milljónir evra fyrir samning til 2025. Hann verður þá launahæsti fótboltamaður í heimi en það kemur til með að bæta ímynd Sádí-Arabíu frekar mikið að fá Cristiano Ronaldo til landsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner