Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
   fim 30. nóvember 2023 09:49
Brynjar Ingi Erluson
Ætlar Breiðablik að finna nýjan aðalmarkvörð?
Anton Ari Einarsson.
Anton Ari Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mark Fabricius Jensen, markvörður Start í Noregi, æfði með Breiðabliki í landsleikjahléinu fyrr í þessum mánuði. Jensen er varamarkvörður Start, en hann var á Íslandi fyrr í nóvember.

Hann æfði með Blikum í nokkra daga áður en hann hélt aftur út til Noregs til gera sig kláran fyrir úrvalsdeildarumspilið. Start var dæmt úr leik og tók því aldrei þátt í umspilinu.

Staða Antons Ara Einarssonar hefur verið í umræðunni. Er staða hans í hættu, eru Blikar að skoða það að styrkja markvarðarstöðuna?

„Við bara skoðum allar stöður og hvernig við getum bætt liðið, fengið samkeppni og annað, en ekkert frekar þá stöðu en aðrar í augnablikinu,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, á blaðamannafundi í gær.

„Hann var hér á Íslandi í landsleikjapásu og fékk leyfi til að æfa með okkur í tvo daga áður en hann fór aftur til Start til að undirbúa sig fyrir úrslitakeppni sem þeir voru þá á leið í.“

Er það ekki sérkennilegt að Jensen mæti í Kópavoginn og æfi í stað þess að fá leikmann upp úr 2. flokki?

„Ég veit það ekki. Sjálfsagt mál okkar vegna og fínt fyrir okkur að máta okkur við erlendan atvinnumarkmann og sjá hvort það er öðruvísi æfingakúltúr í slíkum manni og svo framvegis, en ekkert dýpra en það eins og er í dag,“ sagði Halldór um málið.
Athugasemdir
banner
banner
banner