City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   mán 31. janúar 2022 14:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man City kaupir Alvarez (Staðfest)
Manchester City hefur gengið frá kaupunum á Julian Alvarez frá River Plate í Argentínu.

Alvarez skrifar undir samning fram á sumarið 2027. Alvarez varð 22 ára í dag og hefur spilað sex landsleiki með argentínska landsliðinu.

Hann verður á láni hjá River Plate út tímaiblið hið minnsta - ekki er ljóst hvort lánssamningurinn verði framlengdur en menn hjá River vilja halda honum út árið.

Í 57 deildarleikjum hefur Alvarez skorað 23 mörk fyrir River. Hann er talinn kosta á bilinu 14-20 milljónir punda.

Í BEINNI - Gluggadagskvaktin

Athugasemdir
banner
banner
banner