Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mán 31. janúar 2022 23:00
Elvar Geir Magnússon
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gluggadagurinn í beinni - Nýjustu tíðindi og slúður
Mynd: Fótbolti.net/Getty Images
Fótbolti.net fylgist með öllu því helsta sem gerist á gluggadeginum í beinni textalýsingu. Janúar er að klárast og glugganum verður lokað klukkan 23:00 í ensku úrvalsdeildinni.

Hér koma inn allar helstu slúðursögurnar sem eru í gangi, staðfestar fréttir og ýmsar vangaveltur.

Taktu þátt og vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet - Valdar færslur koma inn í þessa lýsingu.

Það helsta á gluggadeginum:
Öll (Staðfest) félagaskipti
Eriksen til Brentford (Staðfest)
Weghorst til Burnley (Staðfest)
Alvarez til Man City (Staðfest)
Ndombele til Lyon (Staðfest)
Bentancur og Kulusevski til Tottenham (Staðfest)
Zakaria til Juventus (Staðfest)
Lo Celso til Villarreal (Staðfest)
Óttar Magnús aftur til Venezia (Staðfest)
Van de Beek til Everton (Staðfest)
Barcelona að fá Aubameyang - Ekki lánssamningur
Ramsey til liðs við Rangers á láni (Staðfest)
Dembele ætlar að bíða þangað til sumarið gengur í garð
Hver er þessi Fabio Carvalho? - Færist nær Liverpool
Dan Burn kominn heim í Newcastle (Staðfest)
23:00
Ég ætla að þakka fyrir mig og ljúka þessari lýsingu hérna

Það á enn eftir að klára nokkur félagaskipti og munum við birta fréttir um þau, um leið og það verður gengið frá þeim. Endilega fylgist með áfram á síðunni; við höldum áfram að fjalla um félagaskipti fram að miðnætti og svo verður eitthvað um það í fyrramálið líka.

Við þökkum samfylgdina og gleðilegan febrúar!

Eyða Breyta
22:51
Dan Burn til Newcastle (Staðfest)
Síðasti maðurinn sem Newcastle fær til sín í þessum glugga er miðvörðurinn hávaxni, Dan Burn.



Eyða Breyta
22:47
Bournemouth hættir bara ekki. Fimmti leikmaðurinn sem þeir fá í dag. Cantwell hefur áður sýnt að hann er góður í fótbolta, en hann hefur ekki gert neitt á þessu tímabili og spilað lítið hjá Norwich. Bournemouth á svo möguleikann á því að kaupa hann fyrir tíu milljónir punda í sumar.



Eyða Breyta
22:43
Sóknarmaðurinn Islam Slimani var keyptur fyrir metfé til Leicester eftir Englandsmeistaratímabil þeirra. Hann olli miklum vonbrigðum. Hann var rétt í þessu að rifta samningi sínum við Lyon. Hann er á leið til Sporting í Portúgal.



Eyða Breyta
22:42
Við sem spilum Football Manager þekkjum þennan ágætlega. Giska á að hann eigi eftir að reynast Bordeaux vel.



Eyða Breyta
22:31


Eyða Breyta
22:30
Lítið að frétta í augnablikinu. Við erum enn að bíða eftir:

*Dele Alli til Everton
*Aubameyang til Barcelona
*Dan Burn til Newcastle
*Fabio Carvalho til Liverpool
*Defoe til Sunderland

Og mögulega eitthvað meira

Eyða Breyta
22:20
Áminning
Glugginn lokar 23:00, en ég minni á að félög geta enn staðfest félagaskipti eftir þann tíma - ef öll rétt gögn skila sér á réttan stað fyrir gluggalok.

Félög geta því jafnvel staðfest félagaskipti eftir miðnætti, ef þau skila ákveðnum gögnum á réttum tíma.

Eyða Breyta
22:14
Josh Maja er mættur aftur í enska boltann. Kemur á láni til Stoke frá Bordeaux í Frakklandi. Fyrrum leikmaður Sunderland auðvitað.



Eyða Breyta
22:14
Sunderland 'Til I Die aðdáendur, þið þekkið þennan næsta...

Eyða Breyta
22:11
Atletico Madrid var að kaupa vinstri bakvörðinn Reinildo Mandava frá Lille í Frakklandi. Kaupverðið er ekki hátt þar sem leikmaðurinn var að renna út á samningi.



Eyða Breyta
22:10
Samkomulag í höfn
Liverpool er búið að ná samkomulagi við Fulham um kaup á hinum 19 ára gamla Fabio Carvalho. Efnilegur leikmaður þar á ferðinni!

Hann verður lánaður aftur til Fulham út tímabilið og mun hjálpa þeim að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Mætir svo til Liverpool í sumar.




Eyða Breyta
22:08


Eyða Breyta
22:04
Aaron Ramsey mun klæðast treyju númer 16 hjá Rangers - sama númer og hann var með hjá Arsenal. Hann segist hafa fengið mörg tilboð, en Rangers hafi heillað mest. Hann segir félagið vera risastórt.

Hérna er tækifæri að spila í Evrópukeppni og fyrir framan 50 þúsund manns.




Eyða Breyta
22:00
Klukkutími eftir

Eyða Breyta
21:36
Dele Alli var að skrifa undir samning við Everton...

Það er að koma tilkynning!




Eyða Breyta
21:35
Brighton var að sækja kantmann frá Porto, eiga svo möguleika á að kaupa hann.



Eyða Breyta
21:34
Stórt fyrir Rangers!
Miðjumaðurinn Aaron Ramsey er mættur.


Eyða Breyta
21:25
Það voru sögur þess efnis í dag að Franck Ribery ætlaði sér að rifta samningi við ítalska úrvalsdeildarfélagið Salernitana og hætta í fótbolta.

Ribery, sem er 38 ára, hefur hins vegar komist að þeirri ákvörðun að klára tímabilið.

Salernitana er á botni Serie A.




Eyða Breyta
21:19


Eyða Breyta
21:12
Manstu eftir Matty Longstaff?
Miðjumaður sem skoraði eftirminnilegt sigurmark fyrir Newcastle gegn Manchester United fyrir árið 2019.

Hann hefur ekki gert mikið síðan og er núna farinn á láni til Mansfield Town í ensku D-deildinni.




Eyða Breyta
21:09
Enska úrvalsdildarfélagið Crystal Palace er búið að kaupa framherjann Jean-Philippe Mateta fyrir 11 milljónir evra. Hann hefur verið á láni hjá félaginu undanfarið en er núna búinn að skrifa undir fjögurra ára samning. Kemur frá Mainz í Þýskalandi.

Palace á eftir að staðfesta þetta. Það er fjölmiðlamaðurinn Loïc Tanzi sem segir frá þessu.




Eyða Breyta
21:07
Handtaka Greenwood hafði áhrif
Jesse Lingard er örugglega svekktur að fá ekki að fara frá Manchester United, þar sem hann hefur lítið spilað á þessu tímabili.

Fram kemur í fjölmiðlum í Englandi að handtaka Mason Greenwood hafi haft áhrif. Lingard gæti fengið fleiri tækifæri núna þar sem Greenwood mun líklega ekki spila neitt á næstunni.




Eyða Breyta
21:00
Samtalið á milli Liverpool og Fulham er virkt
Liverpool vill fá Portúgalann Fabio Carvalho frá Fulham og Fulham vill fá bakvörðinn Neco Williams frá Liverpool.




Eyða Breyta
20:59
Ætlar ekki að fara
Ousmane Dembele ætlar að vera áfram hjá Barcelona þangað til í júní, þrátt fyrir að félagið vilji losna við hann. Samningur hans rennur út næsta sumar og hann hefur hingað til hafnað öllum samningstilboðum Börsunga. Launakröfur hans eru mjög háar.




Eyða Breyta
20:50
Það er alveg greinilegt að Bournemouth ætlar sér upp í deild þeirra bestu!



Eyða Breyta
20:25


Eyða Breyta
20:24
Tvö félög sem eru búin að eiga slakan glugga
Arsenal og Manchester United

Félög sem eru að berjast um að komast í Meistaradeildina, og þau hafa bæði misst meira en þau hafa fengið inn. Hvar er metnaðurinn?




Eyða Breyta
20:18
Arsenal var að kaupa miðvörð úr MLS-deildinni, Auston Trusty heitir hann. Kemur frá Colorado Rapids.

Lundúnafélagið er búið að kaupa tvo leikmenn í þessum glugga, markvörð og miðvörð sem koma báðir úr MLS-deildinni. Báðir koma þeir eftir tímabil, ekki núna.



Eyða Breyta
20:17
Bournemouth búið að bæta verulega við sig á þessum gluggadegi. Öflugur sóknarmaður mættur á svæðið.



Eyða Breyta
20:12
Mirror segir að Aubameyang sé að fara á frjálsri sölu frá Arsenal til Barcelona. Börsungar borga ekkert fyrir hann, taka bara við launum hans. Þó ber að geta að hann mun taka á sig verulega launalækkun til að komast til Katalóníu.




Eyða Breyta
20:06
Fabrizio Romano er sagt að Dele Alli fari til Everton, ekki Newcastle.




Eyða Breyta
20:00
Þrír tímar eftir
Það eru þrjár klukkustundir eftir af félagaskiptaglugganum.

Það sem á eftir að gerast:

* Aubameyang til Barcelona

* Aaron Ramsey til Rangers

* Dele Alli til Everton eða Newcastle

* Defoe til Sunderland

Og eitthvað meira.

Eyða Breyta
19:56
Vildu fá Wijnaldum aftur
Newcastle er að reyna að kaupa sig úr vandræðum. Liðið er í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni, en moldríkir eigendur félagsins ætla að reyna að koma í veg fyrir að svo verði ekki í lok tímabilsins.

Fjölmiðlamaðurinn Saber Desfarges segir að félagið hafi reynt að fá Gini Wijnaldum frá Paris Saint-Germain í dag, en það gekk ekki upp. Wijnaldum lék áður með Newcastle og þekkir félagið vel.

Augljóst mál að Newcastle sé að reyna að bæta við sig miðjumanni.




Eyða Breyta
19:55
Dani Alves, Ferran Torres, Adama Traore og Pierre-Emerick Aubameyang...

Ansi gott fyrir félag sem hefur átt í gríðarlegum fjárhagsörðugleikum. Börsungar tóku bankalán og það er eitthvað að hjálpa í augnablikinu.

Eyða Breyta
19:50
Ekki lán
Sky Sports greinir frá því að Aubameyang sé ekki að fara á láni, hann muni semja alfarið við Barcelona.

Hann mun taka á sig verulega launalækkun til að yfirgefa Arsenal.

Allir aðilar eru ánægðir með samninginn. Arsenal sparar 25 milljónir punda með þessu. Hann fer í læknisskoðun í kvöld.




Eyða Breyta
19:50
Þessi dagur hefur samt komið manni á óvart. Ég var ekki að búast við því að sjá Aubameyang á leið til Barcelona, en þannig er staðan einmitt núna.

Eyða Breyta
19:47
Nei, þetta var stutt gaman fyrir Tottenham

Dembele er ekki að fara þangað að sögn Fabrizio Romano. Það er hægt að treysta honum, hann veit hvað hann syngur.

Eyða Breyta
19:45
Þessi dagur heldur áfram að koma manni á óvart

Núna segir spænski fjölmiðillinn Mundo Deportivo að Ousmane Dembele sé að nálgast samkomulag við Tottenham.

Ekki Chelsea, ekki PSG... TOTTENHAM.

Þetta kom upp úr þurru!




Eyða Breyta
19:43


Eyða Breyta
19:39
Liverpool ræðir enn við Fulham
Um Portúgalann Fabio Carvalho. Fulham vill fá meira en 5 milljónir punda fyrir hann, en leikmaðurinn er að renna út á samningi eftir fimm mánuði og því hafa viðræðurnar gengið hægt.

Fulham vill líka halda leikmannnum út þessa leiktíð.




Eyða Breyta
19:34
Ekki gott fyrir Arsenal?
Arsenal virðist ætla að leyfa Aubameyang að fara án þess að fá mann inn í staðinn.

Hópurinn þeirra verður klárlega veikari og það kemur ekki til með að hjálpa þeim í baráttunni um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni. Það er ekki gott að Eddie Nketiah sé ofarlega í goggunarröðinni. Sú tilraun ætti að vera löngu búin.

Arsenal reyndi að fá sóknarmanninn Dusan Vlahovic frá Fiorentina, en hann valdi frekar að fara til Juventus.

Aubameyang greinilega ekki að hafa góð áhrif í klefanum hjá Arsenal - fyrst félagið lítur á það sem sinn besta kost að losa sig bara við hann.




Eyða Breyta
19:31
Fer Dembele til Englands?
Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur gefið til kynna að kantmaðurinn Ousmane Dembele sé með tilboð frá Englandi og það sé undir honum komið að samþykkja það eða ekki.

Dembele spilar mögulega stórt hlutverk í vistaskiptum Aubameyang. Það mun lækka launakostnaðinn verulega fyrir Barcelona að losa sig við Dembele.

Áðan var talað um áhuga Chelsea á franska kantmanninum.




Eyða Breyta
19:30
Það er svo mikið að gerast!

Eyða Breyta
19:26
Þetta gerist fljótt í fótboltanum!
Barcelona er búið að ná munnlegu samkomulagi við Arsenal um að fá Aubameyang.

Þetta kemur fram hjá The Athletic.

Ef allt gengur eftir, þá munu Börsungar fá hann á láni út tímabilið með möguleika á einu ári til viðbótar. Xavi, þjálfari Barcelona, vill fá Aubameyang sem sinn fremsta mann.

Ekki kemur fram hversu stóran hluta af launum hans Barcelona mun borga.




Eyða Breyta
19:22
Nýjar fréttir: Aubameyang er á leið í læknisskoðun hjá Barcelona. Arsenal og Barcelona eru að ræða saman um leikmanninn.

Læknisskoðunin virðist bara vera til að flýta fyrir ef samkomulag næst.

Hvað gerist? Það veit líklega enginn.



Eyða Breyta
19:17
Það er alveg hægt að færa ágætis rök fyrir því að Aston Villa hafi átt besta janúargluggann af félögum í ensku úrvalsdeildinni.

Eyða Breyta
19:16


Eyða Breyta
19:15
Goran Pandev til Parma (Staðfest)
Hann ætti að geta skoruð nokkur mörk fyrir þetta sögufræga félag í Serie B. Reynslubolti!




Eyða Breyta
19:15


Eyða Breyta
19:12


Eyða Breyta
19:12


Eyða Breyta
19:11
Albert er kominn til Ítalíu (Staðfest)


Eyða Breyta
19:00
Ég vil minna ykkur - kæru lesendur - á að vera með í umræðunni á Twitter. Það er bara skemmtilegt!

Endilega notið myllumerkið #fotboltinet og þitt tíst gæti birst hér í þessari lýsingu.

Eyða Breyta
18:48
Newcastle reynir að stela Dele Alli
Miðjumaðurinn er í læknisskoðun hjá Everton og er svo gott sem búinn að skipta þangað. En núna er Newcastle að reyna að stela honum.

David Ornstein hjá The Athletic segir að Newcastle vilji fá Alli eftir að ljóst var að félagið myndi ekki fá Jesse Lingard.




Eyða Breyta
18:45
(Staðfest)
Þarf vonandi ekki að sitja eins mikið á bekknum hjá Everton.



Eyða Breyta
18:25
Fleiri tíðindi af íslenskum leikmönnum
Albert er að skipta um félag og Óttar Magnús er mættur aftur til Venezia eftir að hafa dvalið á láni hjá Siena í C-deildinni á Ítalíu.

Það er óvíst hvað þetta þýðir, en það verður að teljast ólíklegt að Óttar fái mörg tækifæri hjá Venezia, sem er í ítölsku úrvalsdeildinni.



Eyða Breyta
18:22
Ekki öll von úti
Barcelona er ekki búið að gefast upp á að fá Aubameyang að sögn Joan Laporta, forseta félagsins. Hann segir það flókið, en það sé von.

Það kannski veltur á því hvort Ousmane Dembele yfirgefi félagið eða ekki.




Eyða Breyta
18:20
Van de Beek búinn að skrifa undir
Everton er að landa tveimur miðjumönnum. Dele Alli er í læknisskoðun og það er allt klappað og klárt með Donny van de Beek. Hann kemur á láni frá Manchester United. Tilkynning á leiðinni...




Eyða Breyta
18:19
Ítalska úrvalsdeildarfélagið Genoa er búið að senda inn samninginn fyrir Albert Guðmundsson og er von á tilkynningu frá félaginu um skiptin von bráðar.

Genoa er að kaupa Albert frá AZ Alkmaar Í Hollandi.




Eyða Breyta
18:16
Matt Targett til Newcastle (Staðfest)
Nú hrannast inn (Staðfest) fréttir. Newcastle var að fá vinstri bakvörð á láni frá Aston Villa. Steven Gerrard, stjóri Villa, sótti Lucas Digne í glugganum og taldi þess vegna enga þörf fyrir Matt Targett.



Eyða Breyta
18:15
Lo Celso lánaður til Villarreal (Staðfest)
Farinn frá Tottenham á láni til Spánar. Ekki í plönum Antonio Conte.




Eyða Breyta
18:00
Lingard fer ekki neitt
Leikmaðurinn hefur fengið skilaboð frá Man Utd um að hann muni ekki fara neitt. Newcastle og West Ham höfðu mikinn áhuga.

Þetta þýðir að leikmaðurinn fer að öllum líkindum frítt næsta sumar þegar samningur hans rennur út.




Eyða Breyta
17:56
Verið að klára pappírsvinnuna
Skemmtileg tíðindi frá Sunderland því fyrrum enski landsliðsmaðurinn, Jermain Defoe, er að snúa þangað aftur. Það er bara verið að klára pappírsvinnuna núna.

Þessu fagna allir sem hafa séð Sunderland 'Til I Die á Netflix. Við viljum Sunderland upp um deild! Liðið er núna í toppbaráttu í C-deildinni á Englandi.

Hinn 39 ára gamli Defoe mun væntanlega enda ferilinn hjá Sunderland, en hann þekkir ansi vel til hjá félaginu eftir að hafa spilað þar frá 2015 til 2017.




Eyða Breyta
17:53
Ein áhugaverðustu félagaskipti dagsins
Það eru möguleg skipti Aaron Ramsey til Rangers.

Hann er ekki inn í myndinni hjá Juventus og er á leið til Bretlands, en ekki til Englands. Hann er á leið í skosku úrvalsdeildina. Það var búist við miklu af honum fyrir um tíu árum síðan, en hann hefur ekki alveg staðið undir þeim væntingum. Meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir.

Hann er að fá um 200 þúsund pund í vikulaun hjá Juventus og Rangers getur ekki borgað það allt. Juventus mun því borga með honum, svo hann fari frá félaginu - á láni til Skotlands.

Ramsey er í læknisskoðun hjá Rangers.




Eyða Breyta
17:50
Chelsea spyrst fyrir um Dembele
Meira af Barcelona...

Félagið er að reyna að losa sig við kantmanninn Ousmane Dembele áður en glugginn lokar. Hann rennur út á samningi næsta sumar og má þá fara frítt. Barcelona vonast til að selja hann, en tíminn er naumur.

Chelsea var að spyrjast fyrir um hann, en það verður erfitt að ganga frá þeim kaupum núna. Ekki ómögulegt, en mjög erfitt. Stærsta hindrunin fyrir Chelsea eru háar launakröfur hans.

Hann hefur líka verið orðaður við Manchester United og Paris Saint-Germain, en eins og staðan er núna þá er líklegra að hann fari frítt í sumar.




Eyða Breyta
17:45
Stöðutékk á Aubameyang
Pierre-Emerick Aubameyang fer ekki til Barcelona. Hann var tilbúinn að fórna ákveðnum hluta launa sinna til að komast til Katalóníu en samkomulag náðist ekki á milli Arsenal og Barcelona.

Aubameyang var í Barcelona í dag, en var ekki að funda með stórveldinu í Katalóníu. Sagan segir að hann hafi verið í fríi með fjölskyldu sinni.

Hann verður þá áfram hjá Arsenal, þar sem staða hans er ekki góð. Hann og Mikel Arteta, stjóri Arsenal, eru ekki bestu vinir; Arteta ákvað að taka fyrirliðabandið af sóknarmanninum eftir að agareglur voru brotnar.




Eyða Breyta
17:40
Bryan Gil til Valencia (Staðfest)
Hefur ekki gert mikið fyrir Totttenham síðan hann kom þangað frá Sevilla síðasta sumar. Er farinn aftur til Spánar á láni.



Eyða Breyta
17:38
Newcastle er ekki búið að gefast upp á Jesse Lingard og er að reyna að fá hann á láni frá Manchester United. Sky Sports segir frá því að United sé ekki búið að svara. United vill líklega ekki missa Lingard í ljósi þess að breiddin fram á við er ekki neittt rosalega mikil í augnablikinu.




Eyða Breyta
17:30
Kvöldvaktin mætt til starfa
Elvar Geir er búinn að standa sig stórkostlega í að halda þessari lýsingu uppi í dag. Ég, Gummi, er mættur og mun gera mitt besta til að sigla þessu heim. Það verður vonandi mikið fjör til miðnættis.

Ég hélt reyndar að Goran Pandev væri hættur í fótbolta, en það er annað mál. Áfram gakk!

Eyða Breyta
17:26


Eyða Breyta
17:12
Kvöldvaktin tekur við
Það eru tæpir sex tímar í að glugganum loki. 23:00 hringir Stóri Ben. Vaktaskipti hér á skrifstofu .Net. Guðmundur Aðalsteinn mætir 17:30 og fylgir ykkur þar til glugganum verður skellt í lás. Gummi er með gult bindi í tilefni dagsins.


Elvar Geir þakkar fyrir samfylgdina frá því í morgun!

Eyða Breyta
16:58
Klappað og klárt. Hvernig finnst ykkur Dele Alli taka sig út í fagurbláum Everton búningnum?



Eyða Breyta
16:56
Pirrandi gluggi fyrir West Ham
"Þetta stefnir í pirrandi dag fyrir West Ham stuðningsmenn, og pirrandi mánuð. Ef Jesse Lingard fer frá Manchester United þá er Newcastle líklegri áfangastaður. Enda eru Man Utd og West Ham í baráttu um Meistaradeildarsæti. Hamrarnir eru með peninga í vösum en hafa ekki eytt þeim," segir Jamie Weir hjá Sky Sports.

Eyða Breyta
16:51
Gul viðvörun.


Eyða Breyta
16:50
Vinnudeginum lokið á Villa Park - Allir heim!
"Það verða ekki frekari leikmannakaup hjá Aston Villa. Steven Gerrard er hæstánægður með viðskipti janúargluggans. Villa gæti reynt aftur við Yves Bissouma (miðjumann Brighton) í sumar þegar hann á ár eftir af samningi sínum," segir Rob Dorsett á Sky Sports.

Villa getur reyndar ekki lokað skrifstofunni í dag. Trezeguet er í viðræðum við Istanbul Basaksehir varðandi lánssamning. Tyrkneski glugginn lokar reyndar ekki fyrr en 8. febrúar. Þá er Matt Targett að ræða við Newcastle um lánssamning.

Eyða Breyta
16:45


Eyða Breyta
16:36


Eyða Breyta
16:34
Aaron Ramsey gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Rangers á miðvikudaginn... gegn Celtic! Yrði alvöru frumraun. Rangers er að ganga frá lánssamningi við Juventus.

Eyða Breyta
16:33
Kulusevski til Tottenham (Staðfest)


Þá hefur Svíiinn Dejan Kulusevski einnig gengið í raðir Tottenham frá Juventus. Kulusevski, sem er 21 árs miðju- og kantmaður, kemur á eins og hálfs árs lánssamningi með möguleika á kaupum.

Eyða Breyta
16:26
Bentancur til Tottenham (Staðfest)


Úrúgvæski miðjumaðurinn Rodrigo Bentancur hefur samið við Tottenham Hotspur eftir fjögur og hálft ár hjá Juventus. Tottenham kaupir hann á 19 milljónir evra en upphæðin gæti hækkað með árangurstengdum greiðslum.

Þessi 24 ára leikmaður hefur þrívegis orðið ítalskur meistari og tvívegis ítalskur bikarmeistari. Hann er fjölhæfur og vinnusamur miðjumaður með góða tækni. Hann ólst upp hjá Boca Juniors í Argentínu.

Eyða Breyta
16:15
Rangers í Glasgow hefur samið við bakvörðinn Mateusz Zukowski sem kemur frá Lechia Gdansk. Þessi tvítugi leikmaður hefur gert þriggja og hálfs árs samning við Skotlandsmeistarana.

Eyða Breyta
16:13
Ekitike EKKI til Newcastle



Sky Sports greinir frá því að Hugo Ekitike fari ekki til Newcastle í dag. Þessi 19 ára leikmaður vill vera áfram hjá Reims og skoða möguleikana sem hann mun hafa næsta sumar.

Eyða Breyta
16:11
Zakaria til Juventus (Staðfest)


Miðjumaðurinn Denis Zakaria hefur gengið í raðir Juventus frá Borussia Mönchengladbach.

Þessi 25 ára leikmaður stóðst læknisskoðun í Tórínó í dag og hefur skrifað undir samning við Juve til 2026. Hann mun kosta 4,2 milljónir punda og gæti verðið hækkað með árangurstengdum greiðslum.

Juventus hefur einnig fengið varnarmanninn Federico Gatti frá Frosinone. Gatti er lánaður aftur til Frosinone út tímabilið.

Eyða Breyta
16:04
Nat Phillips til Bournemouth (Staðfest) -Varnarmaðurinn kemur á láni frá Liverpool út tímabilið, nóg að gera hjá Bournemouth í dag!


Eyða Breyta
15:58
Varnarmaðurinn Dan Burn hefur samið við Newcastle um kaup og kjör. Brighton samþykkti 13 milljóna punda tilboð í hann í gær. Stutt í svigann!

Eyða Breyta
15:55
Lengjudeildarlið Grindavíkur að fá makedónskan varnarmann.


Eyða Breyta
15:49
Brentford lánar varnarmanninn Charlie Goode til Sheffield United (Staðfest)



Eyða Breyta
15:40
Todd Cantwell hefur staðist læknisskoðun hjá Bournemouth. Er á leið til félagsins frá Norwich.

Eyða Breyta
15:39


Ndombele kominn til Lyon (Staðfest) - Verður á láni hjá félaginu út tímabilið. Ndombele var ekki í myndinni hjá Antonio Conte hjá Tottenham.

Ndombele er 25 ára miðjumaður sem kom til Tottenham sumarið 2019 frá Lyon. Hann hefur komið við sögu í 63 deildarleikjum og skorað sex mörk frá komu sinni.

Á tímabilinu hefur hann einungis komið við sögu í níu deildarleikjum og alls sextán leikjum í öllum keppnum.

Lyon getur keypt Ndombele til baka til félagsins fyrir 54 milljónir punda (65 milljónir evra) þremur milljónum meira en félagið seldi hann á fyrir tveimur og hálfu ári.

Eyða Breyta
15:37
Aubameyang á leið aftur til London!

David Ornstein hjá Athletic að segja frá því að viðræður Barcelona og Arsenal varðandi Pierre-Emerick Aubameyang hafi runnið út í sandinn! Félögin ekki að ná saman varðandi launagreiðslur hans.

Eyða Breyta
15:32
Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, er enn í gæsluvarðhaldi. Lögreglan vill frekari yfirheyrslu eftir að hann var handtekinn vegna ásakana um nauðgun og heimilisofbeldi.

Eyða Breyta
15:29
Aaron Ramsey er í Glasgow, læknisskoðun áður en hann gengur í raðir Rangers.

Eyða Breyta
15:27
Dele Alli fer til Everton


Eyða Breyta
15:20
Bruno Jordao til Grasshoppers (Staðfest)


Bruno Jordao hefur yfirgefið Wolves og gengið í raðir Grashoppers í Austurríki á lánsssamningi út tímabilið. Þessi 23 ára leikmaður mætti nýlega til baka eftir að hafa verið frá í heilt ár vegna hnémeiðsla.

Eyða Breyta
15:10
Everton ræðir við Tottenham um Dele Alli


Everton er í viðræðum við Tottenham um möguleg kaup á miðjumanninum Dele Alli. Sky Sports segir að viðræðurnar séu á byrjunarstigi. Þegar Everton hefur fengið Donny van de Beek getur félagið ekki fengið annan leikmann lánaðan frá úrvalsdeildarfélagi. Félagið er þegar með Anwar El Ghazi á láni frá Aston Villa.

Eyða Breyta
15:00
Kormákur/Hvöt tekur þátt í gluggadeginum. Til fyrirmyndar.



Eyða Breyta
14:53


Eyða Breyta
14:52
Styttist í að sviginn mæti á svissneska miðjumanninn Denis Zakaria (25) sem er að fara í Juventus.



Eyða Breyta
14:44
Slúður: Aston Villa er sagt vera að reyna að fá Yves Bissouma, miðjumann Brighton.

Eyða Breyta
14:41
Neil Lennon, fyrrum stjóri Celtic, hefur áhuga á stjórastöðunni hjá Sunderland. Enska C-deildarfélagið ákvað í gær að reka Lee Johnson eftir 6-0 tapið gegn Bolton Wanderers um helgina. Sunderland er í 3. sæti C-deildarinnar, aðeins tveimur stigum frá toppnum.

Eyða Breyta
14:33
Alex Howell hjá BBC segir að Crystal Palace hafi ekki sýnt Dele Alli áhuga þrátt fyrir slúður um annað. Gæti hann farið til Everton?

Eyða Breyta
14:19


Erik Pulgar er kominn til Galatasaray í Tyrklandi, á lánssamningi frá Fiorentina þar sem hann átti ekki fast sæti.

Eyða Breyta
14:08
Ekki amaleg afmælisgjöf


Hinn 22 ára Julian Alvarez er orðinn leikmaður Manchester City en er lánaður beint aftur til River Plate. Fer til City í sumar. Spennandi sóknarleikmaður sem á 22 ára afmæli í dag.

Eyða Breyta
14:04
(Staðfest)


Eyða Breyta
14:03
Markvörðurinn Freddie Woodman hefur verið lánaður frá Newcastle til Bournemouth út tímabilið. Bournemouth er í þriðja sæti ensku Championship-deildarinnar.




Eyða Breyta
14:00
Lys Mousset hefur yfirgefið has Sheffield United og gengið í raðir Salernitana í ítölsku A-deildinni, lánssamningur út tímabilið.



Eyða Breyta
13:58


Það er möguleiki á að Lingard færi sig um set í dag en það yrði þá ekki ódýrt. Sögusagnir um að Newcastle hafi lagt fram endurbætt tilboð og West Ham sé enn að reyna.

Eyða Breyta
13:42


Eyða Breyta
13:36
Sky Sports segir að Duncan Ferguson verði áfram í þjálfarateymi Everton, líkt og Alan Kelly markvarðaþjálfari.

Eyða Breyta
13:31
Lampard nýr stjóri Everton (Staðfest) - Tveggja og hálfs árs samningur.


Eyða Breyta
13:30


Manchester City mun að öllum líkindum ganga frá kaupum á Julian Alvarez í dag. Alvarez er sóknarmaður River Plate í Argentínu. Alvarez varð 22 ára í dag og hefur spilað sex landsleiki með argentínska landsliðinu.

Eyða Breyta
13:28
Samkvæmt fréttum hefur Kylian Mbappe náð samkomulagi við Real Madrid um að ganga í raðir félagsins í sumar. Samningur hans við Paris Saint-Germain rennur út eftir tímabilið. Sjá nánar.

Eyða Breyta
13:19
Kapphlaup við tímann
Meira um Ekitike sem Newcastle er að vinna í því að kaupa:

"Þetta er í höndum leikmannsins. Hann þarf að ferðast til Newcastle, fara í læknisskoðun og skrifa undir. Þetta veltur á því sem leikmaðurinn vill gera," segir Keith Downie hjá Sky Sports.

Eyða Breyta
13:16


Juventus hefur fengið til sín varnarmanninn Federico Gatti frá Frosinone. Þessi 23 ára leikmaður fer aftur til Frosinone á láni. Hann hefur spilað virkilega vel í B-deildinni og Inter og Napoli sýndu honum áhuga.

Eyða Breyta
13:10
Markaðsstjóri Fótbolta.net, Mate Dalmay, er einnig þjálfari Hauka í körfuboltanum. Hann er vanur því að taka virkan þátt í gluggadeginum, allt frá því að hann þjálfaði Gnúpverja eins og sjá má á meðfylgjandi mynd úr safni.



Eyða Breyta
13:05
Það er glimrandi gleði á skrifstofu .Net og Sæbjörn Steinke er í heimsreisu um veraldarvefinn að skanna öll helstu tíðindin. Hann hefur nú fært okkur þær fréttir að Royston Drenthe er genginn í raðir Real Murcia. Drenthe er 34 ára gamall og hefur spilað með liðum eins og Real Madrid, Everton, Reading og Feyenoord á ferlinum. Sjá nánar.



Eyða Breyta
12:56
Rob Dorsett er fyrir utan Villa Park.


Eyða Breyta
12:40
Morata fer hvergi. Var orðaður við Arsenal og Tottenham.


Eyða Breyta
12:32


Eyða Breyta
12:22
Crystal Palace og Everton eru bæði að vinna í því að reyna að fá miðjumanninn Dele Alli frá Tottenham. (TalkSport)

Eyða Breyta
12:21
Nat Phillips lánaður frá Liverpool til Bournemouth

Bournemouth hefur gert samkomulag við Liverpool um að fá varnarmanninn Nat Phillips lánaðan út tímabilið. Bournemouth er í þriðja sæti ensku Championship-deildarinnar, í baráttu um að komast upp. Phillips er 24 ára og hefur ekki spilað úrvalsdeildarleik á þessu tímabili.

Eyða Breyta
12:19


Hinn 39 ára gamli sóknarmaður Jermaine Defoe er að fara aftur til Sunderland. Hann var þrjú ár hjá Rangers í Glasgow. Defoe er þekktastur fyrir sinn tíma hjá Tottenham en hann lék einnig með West Ham, Toronto, Portsmouth, Sunderland og Bournemouth. Defoe lék á sínum landsliðsferli 57 leiki og skoraði tuttugu mörk. Hjá Rangers skoraði hann 32 mörk í 74 leikjum.

Sunderland er í þriðja sæti C-deildarinnar ensku.

Eyða Breyta
12:15
Rólegt hjá Chelsea

"Það má búast við rólegum degi á Stamford Bridge. Chelsea er að leita að manni í staði Ben Chilwell sem er meiddur út tímabilið en það er ekkert stórt nafn á leiðinni til félagsins í dag," segir Gary Cotterill hjá Sky Sports. Góðvinur Fótbolta.net.



Eyða Breyta
11:59
Bryan Gil, leikmaður Tottenham, er mættur til Valencia til að skrifa undir lánssamning við félagið.


Eyða Breyta
11:57
Leigubílasaga í gangi um Dembele og Manchester United. Ekki áreiðanlegustu heimildirnar kannski.


Eyða Breyta
11:53
Líf og fjör á æfingasvæði Everton.


Eyða Breyta
11:50
Aubameyang er í Barcelona


Pierre Emerick-Aubameyang er í Barcelona. Hann hefur gengið frá sínum hluta, allt klárt af hálfu leikmannsins. Nú er það bara Barcelona að ganga frá samkomulagi við Arsenal. Vilji allra aðila að lánsskiptin gangi í gegn.

Eyða Breyta
11:45
Heldur betur skemmtileg kynning hjá Burnley á hinum stóra og stæðilega Weghorst fyrr í morgun. Júragarðurinn í öllu sínu veldi.



Eyða Breyta
11:38
Skotlandsmeistarar Rangers hafa blandað sér í slaginn um Aaron Ramsey, miðjumann Juventus. Áhugavert.

Eyða Breyta
11:28
Sky Sports segir að Tottenham hafi sent fyrirspurn í Yannick Carrasco leikmann Atletico Madrid í þessum mánuði en að spænska félagið hafi hafnað viðræðum. Carrasco fer ekkert á gluggadeginum.

Eyða Breyta
11:20
Benfica hafnar tilboði West Ham


Benfica hefur hafnað tilboði West Ham í sóknarmanninn Darwin Nunez. Hamrarnir skoða það að gera endurbætt tilboð en það er skammur tími til stefnu, glugganum verður lokað klukkan 23 í kvöld.

Eyða Breyta
11:14
Albert Guðmundsson er mættur til Genóa, hér að neðan má sjá myndskeið af honum á flugvellinum.

Hann er að ganga í raðir félagsins frá AZ Alkmaar. Samningur Alberts við hollenska félagið átti að renna út í sumar og Genoa greiðir um 1,2 milljónir evra.

Albert er 24 ára sóknarmaður sem kemur til með að hjálpa Genoa í baráttunni um að halda sér í Serie A. Genoa er í 19. sæti ítölsku deildarinnar með 13 stig, fimm stigum frá öruggu sæti.



Eyða Breyta
11:12


Burnley hefur gengið frá kaupunum á hollenska framherjanum Wout Weghorst frá Wolfsburg. Weghorst skrifar undir þriggja og hálfs árs samning við félagið og er talinn kosta 12 milljónir punda.

Weghorst skoraði 59 mörk í 118 leikjum fyrir Wolfsburg og á að baki tólf landsleiki. Hann er 29 ára gamall og hefur áður leikið með Emmen, Heracles og AZ í Hollandi. Weghorst verður í treyju númer níu sem losnaði þegar Newcastle keypti Chris Wood frá Burnley á dögunum.

"Wout er leikmaður sem njósnarar okkar hafa fylgst með í nokkurn tíma og við teljum að styrki liðið," segir Sean Dyche.

Eyða Breyta
11:07
Jonas Wind til Wolfsburg (Staðfest)
Danski landsliðsmaðurinn Jonas Wind er kominn í þýska félagið Wolfsburg en hann kemur frá FC Kaupmannahöfn. Þessi 22 ára leikmaður skoraði 35 mörk í 88 leikjum fyrir FCK eftir að hafa komið upp úr unglingastarfi félagsins.

Wind hefur skorað fjögur mörk í tólf landsleikjum fyrir Dani.



Eyða Breyta
11:03
Burnley fær leikmann (Staðfest)



Eyða Breyta
10:55
Burnley að reyna að fá Origi?
Samkvæmt The Sun þá hefur Burnley beint athygli sinni að Divock Origi, belgíska sóknarmanninum hjá Liverpool.

Fiorentina og Atalanta í ítölsku A-deildinni hafa sýnt Origi áhuga en hann á aðeins sex mánuði eftir að samningi sínum á Anfield.

Liverpool hyggst ekki standa í vegi fyrir Origi ef gott tilboð berst en Burnley vill fá hann á Turf Moor. Félagið er að reyna að fylla í skarðið sem Chris Wood skildi eftir sig þegar hann fór til Newcastle. Burnley berst fyrir lífi sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Eyða Breyta
10:46
Liverpool er enn að vinna í því að fá hinn nítján ára Fabio Carvalho frá Fulham. Carvalho verður samningslaus í sumar en Liverpool gæti keypt hann og lánað til baka út tímabilið. Annars er allt nokkuð rólegt hjá Liverpool, sem tryggði sér Luis Díaz frá Porto í gær.

Eyða Breyta
10:38
Paul Gilmour hjá Sky Sports um gluggadag Tottenham:
"Við vitum að félagið er nálægt því að fá tvo leikmenn. Dejan Kulusevski er á Bretlandi í læknisskoðun. Við heyrum að allt gangi vel og tilkynning er væntanleg í dag. Rodrigo Bentancur er ekki í landinu, hann fer í læknisskoðun í Úrúgvæ þar sem hann er í landsliðsverkefni."

"Varðandi leikmenn á förum þá er Tanguy Ndomeble loks á barmi þess að fara. Hann er að fara til Lyon, hann er í Frakklandi og þetta verður tilkynnt bráðlega. Þá eru viðræður um að Bryan Gil fari til Valencia og Giovanni Lo Celso gæti farið til Villarreal."

Eyða Breyta
10:30
Dembele fer ekki til PSG í dag

Hinn vel tengdi íþróttafréttamaður Guillem Balague segir að Ousmane Dembele muni ekki ganga í raðir Paris Saint-Germain í dag. Umboðsmenn Dembele höfðu sagst ánægðir með að samkomulag hefði náðst við PSG og Barcelona virtist vera að vinna í að fá leikmenn í stað hans.

"Eins og staðan er núna er engin útgönguleið fyrir Dembele... ekki eins og staðan er nákvæmlega núna," segir Balague.

Eyða Breyta
10:25


Eyða Breyta
10:24
Úlfarnir voru orðaðir við Aaron Ramsey áðan. Simon Stone hjá BBC segir þær fréttir rangar. Wolves vilji ekki fá velska miðjumanninn sem er ekki í myndinni hjá Juventus.

Eyða Breyta
10:22
Frágengið að Targett fer til Newcastle


Fabrizio Romano segir frágengið að vinstri bakvörðurinn Matt Targett fari frá Aston Villa til Newcastle. Hann er í læknisskoðun núna og beðið er eftir staðfestingu.

Eyða Breyta
10:18
Viðræður Arsenal og Barcelona um Aubameyang halda áfram
Viðræður milli Barcelona og Arsenal um möguleg lánsskipti Pierre-Emerick Aubameyang til Katalóníu halda áfram. Viðræðurnar eru á því stigi að rætt er um hversu stóran hluta af launum Gabonmannsins Barcelona ætti að greiða.

Allir aðilar vonast til þess að skiptin gangi í gegn en það yrði lánssamningur án klásúlu um möguleg kaup. Janúarglugganum verður lokað klukkan 23:00 í kvöld. Aubameyang var fyrr á tímabilinu sviptur fyrirliðabandi Arsenal og hefur verið úti í kuldanum vegna agavandamála.

Eyða Breyta
10:11


BBC segir að Frank Lampard hafi rætt við Stóra Dunc um að vera í þjálfarateymi Everton áfram. Duncan Ferguson hefur verið í teyminu hjá sex mismunandi stjórum Everton.

Eyða Breyta
10:06
Defoe aftur til Sunderland?


Eyða Breyta
10:05
Tanguy Ndombele er á leið í læknisskoðun hjá Lyon. Franska félagið er búið að gera lánssamning við Tottenham.

Eyða Breyta
10:03
Kulusevski flaug í gegnum læknisskoðun hjá Spurs.



Eyða Breyta
09:56
Newcastle United vill fá vinstri bakvörðinn Matt Targett frá Aston Villa og leikmaðurinn hefur áhuga á skiptum. Verið er að ræða útfærslu á samningi. (Sky Sports)

Eyða Breyta
09:54
Bournemouth er komið langt í viðræðum við Norwich um Todd Cantwell (23). Olympiakos og Granada hafa einnig sýnt sóknarmiðjumanninum áhuga. (Sky Sports)

Eyða Breyta
09:53
Argentínski landsliðsmaðurinn Giovani Lo Celso er nálægt því að ganga frá lánssamningi frá Tottenham til Villarreal. (TalkSport)

Eyða Breyta
09:52
Úlfarnir vilja fá Aaron Ramsey (31), velska miðjumanninn hjá Juventus. Samningur hans rennur út í sumar. Ramsey er sagður hafa hafnað Crystal Palace og Burnley í glugganum en Wolves telur sig geta fengið þennan fyrrum miðjumann Arsenal. (Calciomercato)

Eyða Breyta
09:49


Donny Van de Beek er staddur í Liverpool þar sem hann fer í læknisskoðun áður en Manchester United lánar hann til Everton. Þar mun hann fá reglulegan spiltíma.

Eyða Breyta
09:21
Sögur berast af því að Jesse Lingard sé að fara að banka á skrifstofu Ralf Rangnick til að reyna að þrýsta á að vera lánaður til Newcastle.

Eyða Breyta
09:18
Það er útlit fyrir að Phil Jones verði áfram hjá Manchester United: Sjá nánar.

Eyða Breyta
09:16
Ætli Manchester United sé að skoða möguleika á að kaupa sóknarleikmann eftir fréttir gærdagsins?


Eyða Breyta
09:11
Tottenham vill fá brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz frá Aston Villa. Arsenal hefur einnig áhuga á þessum 23 ára miðjumanni. (The Sun)

Eyða Breyta
09:10
Newcastle hefur þegar tryggt sér Bruno Guimaraes, brasilíska miðjumanninn frá Lyon. En hvað er Newcastle að fá í þessum 24 ára leikmanni?



"Hann er brasilískur landsliðsmaður og einn sköpunarglaðasti leikmaður Lyon á tímabilinu, hann hefur átt fimm stöðsendingar í 26 leikjum. Hann spilar eins og leikstjórnandi, vill stýra hraðanum og á stórhættulegar sendingar frá miðsvæðinu þegar tækifæri gefast. Hann er með frábæra yfirsýn og fyrstu snertingu," segir Andrew Sinclair hjá Sport Interactive.

Eyða Breyta
09:00
David Ornstein hjá The Athletic segir að Arsenal sé ekki nálægt neinum leikmanni sem stendur. Félagið lagði allt kapp á að reyna að fá Dusan Vlahovic í glugganum en serbneski sóknarmaðurinn fór frá Fiorentina til Juventus.

Sóknarmennirnir Alvaro Morata (sem er hjá Juventus á láni frá Atletico Madrid) og Dominic Calvert-Lewin (Everton) hafa verið orðaðir við félagið. Einnig Alexander Isak (Real Sociedad) en Arsenal hefur gefið upp von um að geta fengið þann sænska.

Eyða Breyta
08:56
Það er annasamur dagur framundan hjá Everton. Frank Lampard verður staðfestur sem nýr stjóri og Donny van de Beek mun koma á láni frá Manchester United. En hvað verður um Duncan Ferguson?

Eyða Breyta
08:51
Tilboð Newcastle í Ekitike samþykkt


Newcastle United gerði gluggadagstilboð í Hugo Ekitike, leikmann Stade Reims í Frakklandi og því var tekið. Sky Sports segir að rætt sé um 20-25 milljóna punda tilboð með ákvæðum. Ekitike er 19 ára sóknarmaður sem einnig hefur verið orðaður við West Ham.

Eyða Breyta
08:42
Sænski landsliðsmaðurinn Dejan Kulusevski er að ganga í raðir Tottenham Hotspur frá Juventus en hann kvaddi stuðningsmenn ítalska félagsins í viðtali við ítalska fjölmiðla: Sjá nánar.

Eyða Breyta
08:35
Svissneski miðjumaðurinn Denis Zakaria (25) er á leið til Juventus eftir að ítalska félagið gerði samning við Borussia Mönchengladbach.


Eyða Breyta
08:30
Portúgalski framherjinn Tiago Tomas gerði í gær eins og hálfs árs lánssamning við Stuttgart í Þýskalandi en hann kemur frá Sporting Lissabon: Sjá nánar.

Eyða Breyta
08:29
SLÚÐUR

AC Milan gæti reynt að fá enska miðjumanninn Dele Alli (25) á lánssamningi frá Tottenham í dag. (Gazzetta dello Sport)

Dean Henderson (24), markvörður Manchester United, mun líklega vera lánaður til Newcastle í dag. (TalkSport)

West Ham hefur gert 18 milljóna punda tilboð í króatíska varnarmanninn Duje Caleta-Car (25) hjá Marseille. (Goal)

Fabio Carvalho (19) gæti yfirgefið Fulham og gengið í raðir Liverpool í samkomulagi þar sem hann myndi vera lánaður aftur til Championship-félagsins út tímabilið. (The Athletic)

Smelltu hér til að lesa slúðurpakkann í heild sinni

Eyða Breyta
08:19
Dembele búinn að ná samkomulagi við PSG
Franski landsliðsmaðurinn Ousmane Dembele hefur náð samkomulagi við Paris St-Germain og gæti yfirgefið Barcelona í dag ef félögin ná saman. Blaðamaðurinn Guillem Balague segir að spænska félagið vilji fá 20 milljónir evra fyrir Dembele en samningur hans rennur út í sumar. Manchester United og Chelsea hafa einnig sýnt honum áhuga.

Eyða Breyta
08:17
Þetta segir Thomas Frank um Eriksen


Eriksen spilaði undir stjórn Thomas Frank, stjóra Brentford, með danska U17 landsliðinu á sínum tíma.

"Ég hlakka til að vinna með Christian aftur. Það er ansi langt síðan ég þjálfaði hann og margt hefur gerst síðan. Christian var þá sextán ára gamall og hefur mikið afrekað síðan. Við fengum það ótrúlega tækifæri að fá heimsklassa leikmann til Brentford. Hann er í góðu standi en við þurfum að koma honum í leikform," segir Frank.

"Þegar hann er upp á sitt besta þá er Christian með getu til að stýra leikjum. Hann kann að finna réttu sendingarnar og skapa ógn að marki andstæðingana. Þá er hann með mjög góðar spyrnur í föstum leikatriðum. Hann mun líka hafa áhrif í klefanum og á æfingasvæðinu."

Eyða Breyta
08:02
Eriksen mættur (STAÐFEST)



Eyða Breyta
08:01
Það er meira í gangi hjá Brentford en félagið hefur tryggt sér Deji Sotona, 19 ára vængmann frá Nice. Hann kemur á láni en enska félagið er með möguleika á því að kaupa hann alfarið.

Eyða Breyta
07:59
Brentford mun staðfesta Christian Eriksen
Brentford ætlar að kynna Christian Eriksen í dag. Hann hefur ekki spilað síðan hann fékk hjartastopp í leik með danska landsliðinu á EM alls staðar.

Hann rifti samningi sínum við Inter þar sem leikmenn með bjargráð fá ekki að spila í ítölsku deildinni. Sömu reglur eru ekki í ensku úrvalsdeildinni. Hjá Brentford mun Eriksen spila undir stjórn landa síns Thomas Frank.

Eyða Breyta
07:56
Það stærsta sem hefur gerst í glugganum hingað til


Stærstu kaupin á Englandi í þessum glugga voru gerð í gær þegar Liverpool keypti Luis Díaz, kólumbískan vængmann Porto, fyrir 37,5 milljónir punda. Greiðslan gæti hækkað eftir ákveðnum klásúlum.

Newcastle hefur þegar tryggt sér Bruno Guimaraes, brasilíska miðjumanninn frá Lyon. Þá hefur félagið fengið sóknarmanninn Chris Wood frá Burnley og bakvörðinn Kieran Trippier frá Atletico Madrid.

Aston Villa fékk Lucas Digne frá Everton og Philippe Coutinho frá Barcelona. Steven Gerrard trekkir að.

Eyða Breyta
07:51
Hvenær lokar glugganum?
Enska glugganum verður lokað 23:00. Það sama á við um Spán og Frakkland. Í Þýskalandi vinna menn á hefðbundnum skrifstofutíma og glugganum verður lokað 17:00. Á Ítalíu er lokað 19:00.

Talandi um Ítalíu. Albert Guðmundsson er á leið til Genoa samkvæmt fréttum þaðan. Genoa er í fallsæti, 19. sæti ítölsku deildarinnar með 13 stig, fimm stigum frá öruggu sæti.



Eyða Breyta
07:45
Góðan og gleðilegan daginn! - Það er gluggadagur og við fylgjum ykkur í gegnum hann allt þar til skellt verður í lás klukkan 23:00.

Það má búast við því að Newcastle verði áberandi í dag. Félagið er orðað við Dan Burn hjá Brighton en einnig við Jesse Lingard, Matt Targett, Eddie Nketiah og Dean Henderson. Hvað ætla þeir að gera við peningana sem frúin í Sádi-Arabíu gaf þeim?

Þetta og mikið fleira í gegnum daginn. Þeir verða nokkrir kaffibollarnir í dag...




Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner