Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mán 31. janúar 2022 19:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Barcelona að fá Aubameyang - Ekki lánssamningur
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum Sky Sports hafa Arsenal og Barcelona náð samkomulagi varðandi sóknarmanninn Pierre-Emerick Aubameyang en hann er sagður fara í læknisskoðun á eftir.

Það komu fregnir af því fyrir um hálftíma síðan að hann væri í læknisskoðun hjá spænska félaginu og hann væri á leið á láni út tímabilið með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Nú greinir Sky Sports frá því að Arsenal hafi samþykkt að leyfa leikmanninum alfarið að fara til Barcelona. Ekki kemur fram hvað kaupverðið sé, en það er ekki mikið - ef eitthvað.

„Allir aðilar eru ánægðir með samninginn. Arsenal sparar 25 milljónir punda með þessu," segir á vef Sky Sports.

Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum og Aubameyang mun hafa samþykkt að taka á sig væna launalækkun.

Í BEINNI - Gluggadagskvaktin

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner