Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mán 31. janúar 2022 08:05
Elvar Geir Magnússon
Eriksen til Brentford (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen er formlega orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Brentford. Þessi 29 ára miðjumaður gerir samning út yfirstandandi tímabil.

Eriksen er fyrrum leikmaður Ajax og Tottenham en rifti samningi við Inter í vetur. Leikmenn með bjargráð fá ekki að spila í ítölsku deildinni en eins og flestir lesendur vita þá var Eriksen endurlífgaður á fótboltavellinum síðasta sumar í leik á EM alls staðar.

Eriksen spilaði undir stjórn Thomas Frank, stjóra Brentford, með danska U17 landsliðinu á sínum tíma.

„Ég hlakka til að vinna með Christian aftur. Það er ansi langt síðan ég þjálfaði hann og margt hefur gerst síðan. Christian var þá sextán ára gamall og hefur mikið afrekað síðan. Við fengum það ótrúlega tækifæri að fá heimsklassa leikmann til Brentford. Hann er í góðu standi en við þurfum að koma honum í leikform," segir Frank.

„Þegar hann er upp á sitt besta þá er Christian með getu til að stýra leikjum. Hann kann að finna réttu sendingarnar og skapa ógn að marki andstæðingana. Þá er hann með mjög góðar spyrnur í föstum leikatriðum. Hann mun líka hafa áhrif í klefanum og á æfingasvæðinu."




Í BEINNI - Gluggadagskvaktin

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner