Samkvæmt fréttum hefur Kylian Mbappe náð samkomulagi við Real Madrid um að ganga í raðir félagsins í sumar. Samningur hans við Paris Saint-Germain rennur út eftir tímabilið.
Frá 1. janúar hefur Mbappe mátt ræða við erlend félög.
Frá 1. janúar hefur Mbappe mátt ræða við erlend félög.
Mbappe hefur lengi verið orðaður við Real Madrid en tilboðum félagsins síðasta sumar var hafnað.
Bild segir að Mbappe muni skrifa undir fimm ára samning að verðmæti rúmlega 40 milljónir punda á ári.
PSG og Real Madrid munu mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næsta mánuði. Samkvæmt fjölmiðlum verður ekki formlega kynnt um samning Mbappe fyrr en eftir einvígið.
Mbappe hefur skorað 19 mörk og átt 15 stoðsendingar í 27 leikjum fyrir PSG á tímabilinu.
Í BEINNI - Gluggadagskvaktin

Athugasemdir