Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mán 31. janúar 2022 18:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óttar Magnús aftur til Venezia (Staðfest)
Óttar í leik með Víkingi.
Óttar í leik með Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Óttar Magnús Karlsson er kominn aftur til Venezia eftir að hafa dvalið hjá Siena á láni fyrri hluta tímabilsins.

Óttar er 24 ára gamall framherji sem kom til Venezia frá Víkingi Reykjavík fyrir tveimur árum. Hann skoraði eitt mark í sjö leikjum á síðustu leiktíð er Venezia fór upp í ítölsku úrvaldeildina, sem er betur þekkt sem Serie A.

Fyrir tímabil var tekin ákvörðun um að hann færi á láni til Siena, sem er í C-deildinni á Ítalíu. Hann hefur á þessu tímabili komið við sögu í 18 deildarleikjum og skorað tvö mörk.

Það er óvíst hvað þetta þýðir, en það verður að teljast ólíklegt að Óttar fái mörg tækifæri hjá Venezia, sem er í ítölsku úrvalsdeildinni.

Venezia er sem stendur í 17. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Hjá félaginu er einn Íslendingur í aðalliðinu: Arnór Sigurðsson. Það eru nokkrir ungir íslenskir leikmenn hjá Venezia og svo er Bjarki Steinn Bjarkason á láni frá Venezia í ítölsku C-deildinni.

Í BEINNI - Gluggadagskvaktin

Athugasemdir
banner
banner