Úrúgvæski miðjumaðurinn Rodrigo Bentancur hefur samið við Tottenham Hotspur og gerir fjögurra og hálfs árs samning.
Tottenham kaupir hann á 19 milljónir evra frá Juventus en upphæðin gæti hækkað með árangurstengdum greiðslum.
Bentancur er 24 ára miðjumaður sem hefur þrívegis orðið ítalskur meistari og tvívegis ítalskur bikarmeistari. Hann er fjölhæfur og vinnusamur miðjumaður með góða tækni. Hann ólst upp hjá Boca Juniors í Argentínu.
Tottenham kaupir hann á 19 milljónir evra frá Juventus en upphæðin gæti hækkað með árangurstengdum greiðslum.
Bentancur er 24 ára miðjumaður sem hefur þrívegis orðið ítalskur meistari og tvívegis ítalskur bikarmeistari. Hann er fjölhæfur og vinnusamur miðjumaður með góða tækni. Hann ólst upp hjá Boca Juniors í Argentínu.
Þá hefur Svíiinn Dejan Kulusevski einnig gengið í raðir Tottenham frá Juventus. Kulusevski, sem er 21 árs sóknarmiðju- og kantmaður, kemur á eins og hálfs árs lánssamningi með möguleika á kaupum.
Á fyrri hluta tímabilsins lék Kulusevski 27 leiki í öllum keppnum fyrir Juventus.
Í BEINNI - Gluggadagskvaktin

Athugasemdir