Royston Drenthe er genginn í raðir Real Murcia. Drenthe er 34 ára gamall og hefur spilað með liðum eins og Real Madrid, Everton, Reading og Feyenoord á ferlinum.
Drenthe lék á sínum tíma einn A-landsleik en ferillinn hefur vægast sagt legið niður á við síðustu ár. Árið 2020 varð hann gjaldþrota og þar áður lék hann í hollenskum glæpaþáttum.
Drenthe lék á sínum tíma einn A-landsleik en ferillinn hefur vægast sagt legið niður á við síðustu ár. Árið 2020 varð hann gjaldþrota og þar áður lék hann í hollenskum glæpaþáttum.
Drenthe skrifar undir samning sem gildir út tímabilið en félagið reynir að vinna sér sæti í næstefstu deild.
Drenthe er sagður í góðu líkamlegu standi og hann getur leyst margar stöður á vellinum.
Í BEINNI - Gluggadagskvaktin

Athugasemdir