Portúgalski framherjinn Tiago Tomas gerði í gær eins og hálfs árs lánssamning við Stuttgart í Þýskalandi en hann kemur frá Sporting Lissabon.
Hann spilaði með U21 árs landsliði Portúgals sem lenti í 2. sæti á Evrópumótinu á síðasta ári.
Tomas er 19 ára gamall en hefur lítið fengið að spila í deildinni á þessu tímabili.
Nú er hann mættur til Stuttgart í Þýskalandi og gerir eins og hálfs árs lánssamning. Stuttgart fær forkaupsrétt á framherjanum.
Stuttgart er í 17. sæti þýsku deildarinnar með 18 stig.
Í BEINNI - Gluggadagskvaktin

Athugasemdir