Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   mán 31. janúar 2022 08:53
Elvar Geir Magnússon
Tilboð Newcastle í Ekitike samþykkt
Newcastle United gerði gluggadagstilboð í Hugo Ekitike, leikmann Stade Reims í Frakklandi og því var tekið.

Sky Sports segir að rætt sé um 20-25 milljóna punda tilboð með ákvæðum.

Ekitike er 19 ára sóknarmaður sem einnig hefur verið orðaður við West Ham. Hann á tvo landsleiki fyrir U20 landslið Frakklands og hefur skorað átta mörk í nítján leikjum í frönsku deildinni á þessu tímabili.

Newcastle hefur þegar tryggt sér Bruno Guimaraes, brasilíska miðjumanninn frá Lyon í þessum janúarglugga. Þá hefur félagið fengið sóknarmanninn Chris Wood frá Burnley og bakvörðinn Kieran Trippier frá Atletico Madrid.

Félagið er orðað við Dan Burn hjá Brighton en einnig við Jesse Lingard, Matt Targett, Eddie Nketiah og Dean Henderson á þessum gluggadegi.

Í BEINNI - Gluggadagskvaktin

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 3 1 0 8 4 +4 10
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
9 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
10 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
11 Man Utd 3 1 1 1 4 4 0 4
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Burnley 4 1 1 2 4 6 -2 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Man City 3 1 0 2 5 4 +1 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner