Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mán 31. janúar 2022 18:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van de Beek til Everton á láni (Staðfest)
Mynd: EPA
Frank Lampard hefur gengið frá sínum fyrstu félagsskiptum sem stjóri Everton. Donny van de Beek kemur á láni frá Manchester United og mun leika með liðinu út tímabilið.

Van de Beek gekk til liðs við United sumarið 2020 og tækifærin hafa alls ekki verið mörg.

„Nú get ég sagt að ég sé leikmaður Everton, ég er mjög ánægður og get ekki beðið eftir því að hjálpa liðinu. Þetta er frábært félag, það eru mjög góðir leikmenn hérna og ég kom því ég vil hjálpa þeim að klifra upp töfluna," sagði van de Beek í samtali við EvertonTV.

Hann virtist vera á leið til Crystal Palace í glugganum en Frank Lampard, nýr stjóri Everton hafði mikið um það að segja að hann skyldi semja við liðið.

„Ég átti mjög góðan fund með nýja þjálfaranum. Við höfum sömu skoðun á fótbolta og hann hafði mikil áhrif á ákvörðunina."



Í BEINNI - Gluggadagskvaktin

Athugasemdir
banner
banner
banner