Burnley hefur gengið frá kaupunum á hollenska framherjanum Wout Weghorst frá Wolfsburg.
Weghorst skrifar undir þriggja og hálfs árs samning við félagið og er talinn kosta 12 milljónir punda.
Weghorst skrifar undir þriggja og hálfs árs samning við félagið og er talinn kosta 12 milljónir punda.
Weghorst skoraði 59 mörk í 118 leikjum fyrir Wolfsburg og á að baki tólf landsleiki. Hann er 29 ára gamall og hefur áður leikið með Emmen, Heracles og AZ í Hollandi.
Weghorst verður í treyju númer níu sem losnaði þegar Newcastle keypti Chris Wood frá Burnley á dögunum.
Í BEINNI - Gluggadagskvaktin

Athugasemdir