Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 31. mars 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Merson vill Rice - Vantað mann í hlutverk Vieira og Gilberto
Mynd: Getty Images
„Arsenal vantar varnarsinnaðan miðjuman. Liðið þarf ekki mann fyrir framan teig andstæðingana, þeir þurfa agaðan mann sem situr fyrir framan vörnina og skipuleggur liðið," segir Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal við Sky Sports.

„Leikmann sem fær boltann gefur einfalda stutta sendingu. Það er verðugt verkefni og þess vegna trúi ég ekki að Arsenal sé ekki að skoða Rice."

Merson er hrifinn af Declan Rice, miðjumanni West Ham og vill sjá Arsenal kaupa miðjumanninn og rökstyður frekar:

„Það er ekki verðmiði á góðum varnarsinnuðum varnarmanni og Arsenal hefur ekki haft agaða týpu þar síðan Gilberto Silva var hjá félaginu. Allir tala um að félagið fékk aldrei mann í stað Patrick Vieira og það er skiljanlegt."

„Staðreyndin er samt sú að félagið keypti heldur aldrei mann í stað Gilberto," sagði Merson.
Athugasemdir
banner
banner
banner