Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 31. maí 2020 14:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Marcus Thuram heiðraði minningu George Floyd eftir að hafa skorað
Nú er í gangi viðureign Borussia Mönchengladbach og Union Berlin í þýsku Bundesliga.

Gladbach leiðir 3-1 og hefur Marcus Thuram skorað tvö marka heimamanna.

Eftir að hafa skorað fyrra markið sitt kraup Thuram á hné á vellinum til að heiðra minningu George Floyd sem var myrtur af lögreglumanni í Bandaríkjunum á dögunum.

Markið má sjá með því að smella hér en við fréttina er mynd af Thuram í kjölfar marksins.

Sjá einnig:

Birtingarmynd djúpstæðs kynþáttamisréttis (RÚV)

Athugasemdir
banner
banner