Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 31. ágúst 2021 12:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Garðar biðlar til stráka að útrýma eitraðri menningu
Garðar Gunnlaugsson.
Garðar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson setti í gærkvöld inn færslu á Twitter þar sem hann segir að það þurfi meira til en nýja stjórn hjá Knattspyrnusambandinu til að uppræta eitraða menningu innan fótboltans.

Garðar biðlar til stráka í fótboltanum að beita sér í baráttunni fyrir heilbrigðara umhverfi innan íþróttarinnar. Hann gerir það í kjölfarið á því að stjórn KSÍ sagði af sér í gær eftir umræðu um kynferðisbrot leikmanna í karlanalandsliðinu og getuleysi KSÍ til að taka á þeim.

„Jæja strák­ar, núna er búið að segja upp minnsta hlut­an­um af vandamálinu, stjórn KSÍ. Vanda­málið ligg­ur þó ekki þar, vanda­málið á stór­an upp­runa í þess­ari 'tox­ic' menn­ingu sem við höf­um all­ir al­ist upp í sem íþróttamenn, hvort sem áhuga- eða at­vinnu­menn,“ skrifaði Garðar.

„Við höf­um tæki­færi núna til þess að breyta þess­ari menn­ingu og sjá til þess að ung­ir iðkend­ur al­ist upp í heil­brigðara um­hverfi þar sem kvenfyrirlitning og mis­mun­un gagn­vart minni­hluta­hóp­um heyri sög­unni til.“

Hann segir að þetta muni taka tíma en að fótboltastrákar eigi að grípa tækifærið . „Þetta er ekki overnight breyting, þetta mun taka tíma en látum þetta byrja hjá okkur! Verum fyrirmyndir! Íþrótta­hreyf­ing­in þarf að fara í nafla­skoðun og ráðast á rót vand­ans, það þýðir ekki bara að snyrta topp­inn af trénu, meiri fræðsla til iðkenda og meiri þjálf­un leiðbein­enda er lág­marks­krafa," segir Garðar að lokum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Garðar lætur í sér heyra því hann gerði það einnig í #metoo byltingunni í vor. Þar lýsti hann yfir stuðningi við þolendur og sagði óafsakanlegt hversu blindir karlmenn hefðu verið gagnvart vandamálinu. Þá hvatti hann stráka til að uppræta þá eitruðu klefastemningu sem viðgengst í fótboltanum, líkt og hann gerði aftur í gær.

Garðar spilar með Kára í 2. deildinni en á sínum ferli sem atvinnumaður lék hann í Skotlandi, Svíþjóð, Búlgaríu, Austurríki og Þýskalandi. Garðar lék á sínum tíma einn A-landsleik. Á Íslandi hefur hann leikið með ÍA, Val og Kára.


Athugasemdir
banner
banner
banner