Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   sun 17. nóvember 2019 09:25
Elvar Geir Magnússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Skyldusigur í fátækasta landi Evrópu
Elvar Geir skrifar frá Moldóvu
Elvar Geir Magnússon
Icelandair
Hverfi sem er við hlið hótelsins þar sem íslenskir fjölmiðlamenn dvelja í Moldóvu.
Hverfi sem er við hlið hótelsins þar sem íslenskir fjölmiðlamenn dvelja í Moldóvu.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Frá landsliðsæfingu í gær.
Frá landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld lýkur keppni í H-riðli undankeppni EM. Ísland á lokaleik í Moldóvu, fátækasta landi Evrópu. Flestir í íslenska hópnum eru í Moldóvu í fyrsta sinn enda er þetta það land í álfunni sem fær fæsta ferðamenn í heimsókn.

Þegar rölt er um höfuðborgina er fátæktin augljós. Viðhald á mannvirkjum er lítið sem ekkert og betlarar algengir. Í vissum hverfum líður manni eins og maður hafi farið í gegnum tímavél.

Ólgan í stjórnmálunum er mikil en skipt var um forsætisráðherra deginum áður en íslenska landsliðið flaug hingað frá Istanbúl.

Víða er pottur brotinn og ljóst að mikið vantar upp á utanumhald í fótboltamálum ef marka má áhugaverðan fréttamannafund hjá landsliðsþjálfara Moldóvu í gær.

Tyrkinn Engin Firat tók við stjórnartaumunum í lok október og er að fara að stýra liðinu í annað sinn í kvöld. Ljóst er að umgjörðin í kringum landsliðið er óásættanlegt að hans mati.

Hann er strax farinn að gagnrýna sína yfirmenn og kallar eftir því að almenningur vakni og geri sér grein fyrir því að nauðsynlegt sé að lyfta grettistaki í stefnumótun í fótboltanum í landinu. Það þarf að keyra upp fagmennskuna.

Moldóva er í 175. sæti heimslistans og Ísland vann þægilegan 3-0 sigur þegar liðin mættust í september. Erik Hamren segist ætla að stilla upp liði sem eigi að vinna leikinn í kvöld, stefnan er sett á að klára riðilinn með þremur stigum. Þó leikurinn sem slíkur er þýðingarlítill þá á lið sem ætlar á sitt þriðja stórmót í röð að vinna Moldóvu.

Mörgum þjálfurum er illa við það þegar fjölmiðlamenn nota orðið skyldusigur en það á við í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner