Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. ágúst 2019 22:08
Garðar Örn Hinriksson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
VAR-astu að fagna of snemma
Garðar Örn Hinriksson
Garðar Örn Hinriksson
VAR er umdeilt!
VAR er umdeilt!
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er komið fram á síðustu mínútu uppbótartíma. Staðan er jöfn. Heimaliðið á hornspyrnu. Það er núna eða aldrei að skora sigurmarkið. Hár bolti kemur fyrir. Það er barátta um boltann í vítateignum. Boltinn berst á endanum til eins liðsmanns heimaliðsins sem nær góðu skoti og boltinn hafnar í netinu.

Leikmenn heimaliðsins tryllast af fögnuði og hópast í kringum leikmanninn sem skoraði að öllum líkindum sigurmarkið í leiknum. Það er einnig glatt á hjalla hjá knattspyrnustjóra heimaliðsins, öðrum starfsmönnum félagsins, sem og hjá varamönnum. Stuðningsmenn heimaliðsins, sem eru í mörgþúsundatali, tryllast af fögnuði á meðan stuðningsmenn aðkomuliðsins gera sig tilbúna að ganga af velli, sorgmæddir yfir ósigri síns liðs. Liðið þeirra gerði sitt besta en leikurinn er líklega tapaður. Eða hvað? Svona gengur þetta í nokkrar mínútur. Heimaliðið í skýjunum og aðkomuliðið að gera sig reiðubúið að taka miðju.

Allt í einu kemur merki frá dómara: “Nei, því miður. Markið er ekki dæmt löglegt. Boltinn fór í hönd eins liðsmanna heimaliðsins og því er markið ekki löglegt. Lítið bara upp og sjáið hvað stendur á skjánum. Ekki mark. Það er einnig verið að tilkynna mér það í gegnum samskiptabúnaðinn að markið er ekki löglegt.” Gleðin sem var svo innileg nokkrum sekúndum áður breytist grátur. Allt í einu er aðkomuliðið farið að fagna. Liðið sem átti ekkert skilið úr þessum leik. Stuðningsmenn aðkomuliðsins tryllast úr fögnuði við þessa ákvörðun og gera lítið úr fögnuði heimaliðsins. Sanngjarnt?

Þegar boltinn barst fyrir tók enginn eftir því að boltinn snerti hönd leikmanns heimaliðsins. Ekki dómarinn. Ekki aðstoðardómarinn. Ekki leikmenn. Ekki áhorfendur. Ekki sjónvarpsáhorfendur. Ekki lukkudýrið. En gaur í litlum klefa einhversstaðar tók eftir þessu og því ekki um mark að ræða. Ég fékk óbragð í munninn. Mér bara leið hálf illa þar sem ég sat fyrir framan skjáinn og sá þegar þessi ákvörðun var tekin. Ekki var um viljandi hönd að ræða. Hér var enginn að svindla. Fyrir öllum var þetta fullkomnlega löglegt mark…. Nema gaurnum í “leisíbojinum” fyrir framan sjónvarpskjáinn sem ákvað að dæma hendi.

Mér finnst allt rangt við þetta en kannski er það bara vegna þess að ég er af gamla skólanum. Ég vil hafa tilfinningar í þessu en þær á greinilega að taka út með þessum nýju reglum sem ég hef eiginlega ekki áhuga á að lesa þar sem þær pirra mig það mikið að ég hef ekki enn fengið mig til að lesa þær. Ég tek undir orð Gunnleifs Gunnleifssonar að innan tveggja til þriggja ára eiga leikmenn og áhorfendur eftir að hætta að fagna marki vegna þessara reglna. Af hverju að fagna strax marki sem gæti verið tekið af mér eftir nokkrar mínútur? „Ég vil frekar fá á mig ólöglegt mark og skora eitt ólöglegt mark í staðinn fyrir þetta kjaftæði, að taka tilfinningar úr þessu,” sagði Gunnleifur í viðtali við FótboltaNet. Ég tek undir þessi orð Gunnleifs.

Ekki þykir mér leiðinlegt að sjá helstu andstæðinga míns liðs tapa stigum en ég vil ekki sjá þau tapa stigum á ósanngjarnan hátt eins og þennan. Ég setti stutta færslu inn á Facebook-síðuna mína: “VAR er að eyðileggja þessa fallegu íþrótt”, og ég fékk allskyns svör, bæði á móti og með VAR. Þar á meðal var ég kallaður barnalegur að taka alltaf upp slæm dæmi og heimfæra þau öll á VAR og að fullyrða svona út í bláinn væri barnalegt, á meðan annar var sammála mér um að ástríða og tilfinningar fyrir leiknum á meðan honum stendur dofnar með VAR. Það eru greinilega ekki allir sammála um VAR.

Finnst fólki ekkert rangt við þetta eða er þetta bara allt í lagi og það sem koma skal og við verðum bara að sætta okkur við það? Er bara allt í lagi að taka gleðina sem stóð yfir í nokkrar mínútur og breyta henni síðan í grátur og svekkelsi? Skipta tilfinningar og ástríða ekki neinu máli lengur?

Fótboltinn er að breytast í Norður Kóreu – Núna skalt þú byrja að tilbiðja VAR eða þú verður dreginn fyrir aftökusveit og skotinn!

Garðar Örn Hinriksson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner