Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 11. júlí 2019 17:00
Sigurður Helgason
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
KR - Liverpool 1964
Sigurður Helgason
Sigurður Helgason
Roger Hunt skoraði annað mark Liverpool.
Roger Hunt skoraði annað mark Liverpool.
Mynd: Getty Images
Ronnie Moran bjargaði á marklínu.
Ronnie Moran bjargaði á marklínu.
Mynd: Getty Images
Upphaf íslenskrar knattspyrnu má rekja til aldamótanna 1900. Elsta félagið var stofnað í febrúar 1899 og fyrsta Íslandsmótið fór fram 1912.

Samskipti íslenskra og erlendra knattspyrnumanna voru ekki mikil, en fyrir bar að erlend lið kæmu hingað til lands og mættu heimaliðum. Aðstæður til knattspyrnuiðkana og búnaður leikmanna var ekki upp á marga fiska fyrstu árin. En hvenær skyldu íslensk félög hafa leitað hófanna til að taka þátt í alþjóðlegum knattspyrnumótum?

Árð 1955 fór fyrsta Evrópumót félagsliða fram. En eftir keppnistímabiðið 1963 ákvað stjórn knattspyrnudeildar KR að taka þátt í mótinu. Á þeim tíma renndu lið blint í sjóinn varðandi andstæðinga. Þegar dregið var í keppninni ári síðar reyndust andstæðingarnir vera stórlið Liverpool, sem þá voru enskir meistarar. Þetta var upphaf þess að íslensk félög fengu tækifæri til að leika gegn erlendum stórliðum á árunum þar á eftir.

Fyrir lá að þetta yrði leikur kattarins að músinni. Á þeim tíma var gríðarlegur munur á íslensku áhugamannaliði og ensku atvinnuliði. En það sem íslensku liðin höfðu fram að færa var endalaust keppnisskap og áhugi á að sýna mátt sinn og meginn. Lið KR var skipað miklum keppnismönnum og sjö þeirra höfðu orðið Íslandsmeistarar árið 1959 og léku jafnframt sögulegan landsleik gegn Dönum á Idrætsparken, þar sem liðin skildu jöfn. Markalaust jafntefli.

Leik KR og Liverpool, sem fram fór á Laugardalsvelli sáu 10.268 manns. Fyrsta mark leiksins kom snemma leiks. Gordon Wallace skoraði þá rétt utan markteigs. Þetta fyrsta Evrópumark Liverpool var tímasett eftir 180 sekúndur. Með hörðum varnarleik náðu leikmenn K.R að koma í veg fyrir að Livepool skoraði fleiri mörk í fyrri hálfleik.

En á fyrstu mínútu síðari hálfleik skoraði Roger Hunt af markteig eftir undirbúning Gordon Wallace. Fimm varnarmenn K.R. gátu ekki stoppað þennan mikla markaskorara. Hættulegasta færi K.R. fékk Ellert B. Schram þegar staðan var 2:0. Hann átti góðan skalla að marki, Tommy Lawrence náði ekki til boltans en Ronnie Moran bjargaði á marklínu.

Phil Chisnall kom Liverpool í 3:0 á 57. mínútu eftir fyrirgjöf Ian Callaghan. Gordon Wallace skoraði svo annað mark sitt þremur mínútum seinna. Skotinn skallaði þá fyrirgjöf Ian Callaghan í netið af markteig. Roger skoraði annað mark sitt og fimmta mark Liverpool tveimur mínútum fyrir leikslok. Hann skoraði þá með þrumuskoti af rúmlega tuttugu metra færi.

Það var mat manna að mikill munur hefði verið á þessum tveimur liðum. Annars vegar voru það íslenskir áhugamenn, sem stunduðu íþrótt sína í frítíma sínum og hins vegar atvinnumenn sem léku knattspyrnu í fullu starfi.

Lið KR: Gísli Þorkelsson, HreiðarÁrsælsson,BjarniFelixson,ÞórðurJónsson,HörðurFelixson,Þorgeir Guðmundsson,Theódór Guðmundsson,SveinnJónsson,GunnarFelixson,Ellert B Schram ogSigurþór Jakobsson

Lið Liverpool:
Tommy Lawrence, Gerry Byrne, Ronnie Moran, Gordon Milne, Ron Yeats (fyrirliði), Willie Stevenson, Ian Callaghan, Roger Hunt, Phil Chisnall, Gordon Wallace og Peter Thompson.
Athugasemdir
banner
banner