Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 11. nóvember 2019 08:05
Elvar Geir Magnússon
Belek, Tyrklandi
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Mun endurtekin uppskrift í Antalya búa til sömu niðurstöðu?
Elvar Geir skrifar frá Tyrklandi
Elvar Geir Magnússon
Icelandair
Frá æfingu Íslands í Antalya fyrir tveimur árum.
Frá æfingu Íslands í Antalya fyrir tveimur árum.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Strákarnir okkar í Antalya.
Strákarnir okkar í Antalya.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Tyrkland og Ísland mætast á fimmtudaginn í undankeppni EM en leikurinn fer fram á heimavelli Galatasaray í Istanbúl.

Undirbúningur Íslands fer þó fram á öðrum stað hér í Tyrklandi, á Belek svæðinu í Antalya sem liggur við Miðjarðarhafið og er frægur sumarleyfisstaður. Hér skín sólin, hitinn er um 28 gráður.

Þá er hér frábær íþróttaaðstaða, hellingur af æfingavöllum og flottum hótelum, enda koma hingað mörg stór evrópsk félög á undirbúningstímabilinu og í vetrarhléum.

Þá er allt morandi í golfvöllum en um liðna helgi var keppt í Evrópumótaröðinni í golfi hér í Belek. Englendingurinn Tyrrell Hatton stóð uppi sem sigurvegari á lokadeginum í gær eftir bráðabana sem spilaður var í flóðlýsingu.

Íslenska liðið hefur góða reynslu af þessu svæði. Liðið gistir á sama hóteli og æfir á sama velli og það gerði í undirbúningi fyrir leikinn gegn Tyrkjum sem var í Eskisehir fyrir tveimur árum.

Þá vannst stórkostlegur 3-0 sigur þar sem Ísland steig stærsta skrefið í átt að lokakeppni HM í Rússlandi.

Erfitt er að vonast eftir sömu niðurstöðu en Ísland hefur haft góð tök á tyrkneska liðin í gegnum árin og sigur í Istanbúl gefur okkur veika von um að komast á EM í gegnum riðilinn. Flestir búast þó við að umspil á næsta ári verði raunin.

Allur leikmannahópur Íslands verður samankominn í Antalya í dag. Einhverjir komu í gær, þar á meðal Hannes Þór Halldórsson markvörður og varnarjaxlinn Kári Árnason eins og sást á samfélagsmiðlum KSÍ.

Íslenska liðið mun æfa síðdegis og eftir æfinguna munu fjölmiðlar, þar á meðal Fótbolti.net, taka púlsinn á strákunum okkar.


Tvær breytingar hafa orðið á upphaflegum hóp Íslands sem kynntur var á fimmtudaginn síðasta. Ingvar og Hólmar koma inn fyrir Rúnar Alex Rúnarsson og Rúnar Má Sigurjónsson.

Markverðir:
Hannes Halldórsson - Valur
Ögmundur Kristinsson - Larissa
Ingvar Jónsson - Viborg

Varnarmenn:
Ari Freyr Skúlason - Oostende
Hörður Björgvin Magnússon - CSKA Moskva
Ragnar Sigurðsson - Rostov
Kári Árnason - Víkingur
Hjörtur Hermannsson - Bröndby
Sverrir Ingi Ingason - PAOK
Jón Guðni Fjóluson - Krasnodar
Guðlaugur Victor Pálsson - Darmstadt
Hólmar Örn Eyjólfsson - Levski Sofia

Miðjumenn:
Gylfi Þór Sigurðsson - Everton
Birkir Bjarnason - Al Arabi
Arnór Sigurðsson - CSKA Moskva
Arnór Ingvi Traustason - Malmö
Samúel Kári Friðjónsson - Valerenga
Mikael Neville Anderson - Midtjylland
Aron Elís Þrándarson - Álasund

Sóknarmenn:
Alfreð Finnbogason - Augsburg
Viðar Örn Kjartansson - Rubin Kazan
Kolbeinn Sigþórsson - AIK
Jón Daði Böðvarsson - Millwall

View this post on Instagram

Two towers. #fyririsland

A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) on


Athugasemdir
banner
banner
banner