Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   sun 17. mars 2013 06:00
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Knattspyrnugoðsögn - Uppáhalds æfing
Heiðar Torleifsson skrifar.
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Heiðar Torleifsson.
Heiðar Torleifsson.
Mynd: Úr einkasafni
Mynd: Cuerver
Kristine Lilly er ein allra besta knattspyrnukona allra tíma. Kristine var bandarískur landsliðsmaður í 24 ár og er sá landsliðsmaður í veröldinni, karl eða kona sem á flesta landsleiki að baki eða 352.

Kristine Lilly tók fimm sinnum þátt á HM og varð tvisvar heimsmeistari. Hún tók einnig þátt í þremur Ólympíuleikum og vann gullið tvisvar. Hún vann til mestu metorða innan háskólafótboltans í Bandaríkjunum og m.a. fjórum sinnum meistari með háskólaliði North Carolina.

Kristine hefur sagt; ,, ég hef notað æfingar frá Coerver Coaching síðan ég var lítil. Æfingarnar hjálpuðu mér klárlega og ég held að hugmyndafræði Coerver Coaching sé sú besta til að þjálfa unga leikmenn. Ég tel að þessi nálgun hjálpi leikmönnum á öllum getustigum að ná markmiðum sínum innan vallar sem og utan“.

Mig langar að láta fylgja með uppáhaldsæfingu Kristine Lilly og fyrir neðan eru góðir punktar fyrir leikmenn og þjálfara.

MARKMIÐ: Að bæta færni leikmanna í stöðunni 1v1 & 2v2 undir fullri pressu.

UPPSETNING
Tvö lítil mörk sem snúa í sitthvora áttina. 18 skref á milli þeirra.
Tvö lið, annað liðið með bolta og hitt liðið án bolta. 15-20 skref á milli liðanna.

FRAMKVÆMD
Rauði(vörn) leikmaðurinn sendir yfir á þann gula(sókn) og þeir leika 1v1 á bæði mörkin. Ef varnarmaðurinn vinnur boltann þá má viðkomandi skora. Leikmenn mega aðeins skora innan 3ja metra skotsvæðis frá mörkunum.

BREYTING 1
Leikið er 2v2. Sá er tekur á móti boltanum verður að senda boltann í fyrstu snertingu á félaga sinna og framkvæma svo framhjáhlaup til að geta byrjað að sækja. Annars eru sömu reglur.

RÁÐ TIL LEIKMANNA
Fyrsta snertingin er algjört lykilatriði....farðu og mættu boltanum ekki bíða eftir honum.

RÁÐ TIL ÞJÁLFARA
Hafðu þá leikmenn sem mætast á eins jöfnu getustigi og hægt er. Láttu liðin skipta um hlutverk eftir t.d. tvær umferðir.

Knattspyrnukveðjur,
Heiðar Torleifsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner