Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fös 02. ágúst 2019 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 15. sæti
Crystal Palace
Zaha er lykilmaður Palace.
Zaha er lykilmaður Palace.
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson.
Roy Hodgson.
Mynd: Getty Images
Benteke hefur lítið getað hjá Crystal Palace.
Benteke hefur lítið getað hjá Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Max Meyer og Andros Townsend.
Max Meyer og Andros Townsend.
Mynd: Getty Images
Það styttist í að enska úrvalsdeildin hefjist á nýjan leik. Við kynnum liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Í 15. sæti er Crystal Palace.

Um liðið Þetta verður sjöunda tímabil Crystal Palace í röð í ensku úrvalsdeildinni, og mögulega það erfiðasta. Á síðasta tímabili lenti liðið í 12. sæti, en frá því Palace komst upp hefur félagið aldrei endað neðar en í 15. sæti. Lítið hefur verið að frétta af nýjum leikmönnum í sumar og það þurfa einhverjir nýir leikmenn að detta inn áður en glugginn lokar.

Staða á síðasta tímabili: 12. sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Stjórinn: Hinn margreyndi Roy Hodgson er áfram með Crystal Palace. Hann kom inn og gerði skútuna stöðuga eftir hræðilegt gengi undir stjórn Frank de Boer. Hann varð á síðasta tímabili elsti stjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann er 71 árs, en enn í fullu fjöri. Hodgson hefur komið víða við á ferli sínum, en eins og margir vita var hann síðast þjálfari enska landsliðsins áður en hann tók við Palace í september 2017.

Styrkleikar: Það væri náttúlega styrkleiki út af fyrir sig að ná að halda Wilfried Zaha, en það á eftir að koma í ljóst hvort það gerist. Vörnin á síðasta tímabili var ágæt og fékk liðið á sig færri mörk en Manchester United í deildinni. Mamadou Sakho og James Tomkins mynda gott miðvarðarpar.

Veikleikar: Það vantar sóknarmann sem getur komið boltanum reglulega í netið. Christian Benteke virðist klárlega ekki vera sá maður. Palace ætti að eiga pening eftir að hafa selt Aaron Wan Bissaka til Manchester United fyrir 45 milljónir punda. Sá peningur ætti mestur að fara í öflugan sóknarmann.

Talan: 10. Miðjumaðurinn Luka Milivojevic var markahæsti leikmaður Palace á síðasta tímabili með 12 mörk. Tíu af þessum mörkum komu af vítapunktinum.

Lykilmaður: Wilfried Zaha
Engin spurning, langbesti leikmaður liðsins. Hann hefur verið orðaður við Arsenal og Everton, en Palace hefur hingað til ekki viljað selja hann. Hann er lykillinn að góðum árangri Palace og það verður erfitt fyrir félagið að leysa hann af hólmi ef hann verður seldur. Sagan segir að hann vilji fara frá félaginu og þá er spurning hvernig hann kemur gíraður inn í tímabilið ef hann verður áfram. Vonandi fyrir Palace-stuðningsmenn verður hann áfram og í góðum gír.

Fylgstu með: Max Meyer
Þýskur miðjumaður sem sýndi ekki sitt rétta andlit á síðasta tímabili. Það er vonandi fyrir Palace að hann springi út í vetur því þarna eru hæfileikar, svo sannarlega.

Tómas Þór Þórðarson - Ritstjóri enska boltans hjá Símanum
„Palace-menn máttu svo sem vita að þeir myndu ekki halda sínum bestu mönnum út ferilinn en nú er Wan-Bissaka farinn og tímabil Palace fer væntanlega svolítið eftir því hvað gerist með Zaha. Fáir leikmenn í deildinni eru jafnmikilvægir fyrir eitt lið og sá eldfljóti framherji. Roy Hodgson veit það og er kominn í mini-stríð við yfirvaldið í gegnum fjölmiðla yfir mögulegri sölu hans. Til allrar hamingju fyrir hann loka félagaskiptaglugginn eftir viku en ekki í lok mánaðar.“

Undirbúningstímabilið:
Luzern 1 - 1 Crystal Palace
Young Boys 2 - 0 Crystal Palace
Barnet 6 - 2 Crystal Palace
Nottingham Forest 1 - 0 Crystal Palace
Bristol City 0 - 5 Crystal Palace
AFC Wimbledon 2 - 2 Crystal Palace
Crystal Palace 0 - 4 Hertha Berlín

Komnir:
Stephen Henderson frá Nottingham Forest - Frítt
Jordan Ayew frá Swansea - 3 milljónir punda

Farnir:
Aaron Wan-Bissaka til Man Utd - 45 milljónir punda
Julian Speroni - Samningslaus
Jason Puncheon - Samningslaus
Bakary Sako - Samningslaus

Þrír fyrstu leikir: Everton (H), Sheffield United (Ú), Manchester United (Ú)

Þeir sem spáðu: Arnar Helgi Magnússon, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. Crystal Palace, 53 stig
16. Burnley, 39 stig
17. Newcastle, 33 stig
18. Brighton, 23 stig
19. Norwich, 19 stig
20. Sheffield United, 13 stig

Skráðu þig í Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net
Verðlaun í boði Budweiser eftir allar umferðir.
Kóðinn til að skrá sig er: sjkbpw
Skráðu þitt lið til leiks!
Athugasemdir
banner
banner