Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. maí 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Teitur: Allt topp náungar í landsliðinu
Stefán Teitur Þórðarson spilaði sína fyrstu landsleiki í janúar. Hér er hann fyrir leik með U21 árs landsliðinu.
Stefán Teitur Þórðarson spilaði sína fyrstu landsleiki í janúar. Hér er hann fyrir leik með U21 árs landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrri hluta móts spilaði ég mjög vel, seinni hlutann hefði ég eins og allt liðið átt að gera betur.
Fyrri hluta móts spilaði ég mjög vel, seinni hlutann hefði ég eins og allt liðið átt að gera betur.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Nei ég myndi ekki segja einhver einn hafi staðið meira í því en einhver annar, allt topp náungar sem voru þarna.
Nei ég myndi ekki segja einhver einn hafi staðið meira í því en einhver annar, allt topp náungar sem voru þarna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mér finnst sú breyting hafa heppnast mjög vel, reyndar spilaði ég sem miðjumaður meira og minna upp alla yngri flokkana og þekki þessar miðjustöður mjög vel
Mér finnst sú breyting hafa heppnast mjög vel, reyndar spilaði ég sem miðjumaður meira og minna upp alla yngri flokkana og þekki þessar miðjustöður mjög vel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson er 21 árs gamall leikmaður ÍA. Stefán er Skagamaður í húð og hár og lék hann fyrsta meistaraflokksleikinn með liði Kára sumarið 2015. Stefán lék svo sína fyrstu fjóra mótsleiki sumarið 2016 með ÍA.

Stefán blómstraði með ÍA í Inkasso-deildinni sumarið 2018 þegar hann skoraði tíu mörk í 22 leikjum. Á síðustu leiktíð skoraði hann eitt mark í tuttugu deildarleikjum.

Fótbolti.net hafði samband við Stefán í vikunni og spurði hann út í nokkur atriði á ferlinum til þessa.

Leist vel á Sarpsborg
Stefán Teitur fór í tvígang til Noregs á reynslu eftir síðasta tímabil. Álasund var heimsótt fyrir áramót og Sarpsborg eftir áramót. Þá hafði hann æft með Norrköping á árunum 2016-18. Hvernig gekk í þessum ferðum?

„Í raun fór ég bara til Norrköping vegna tengingar milli pabba (Þórðar Þórðarsonar), Stefáns Þórs (Þórðarsonar) og Norrköping, og fékk að æfa þar við topp aðstæður með gæða leikmönnum á skandinavískan mælikvarða," sagði Stefán við Fótbolta.net.

„Það var meiri alvara og áhugi þegar ég fór til Álasund og Sarpsborg. Ég fór til Marbella með Sarpsborg seint í febrúar og var þar í tíu daga. Þar gekk mér mjög vel og leist vel á félagið."

„Þeir hlutir voru í skoðun hjá þeim þegar Covid bar að, tíminn verður bara leiða það í ljós hvort eitthvað verði úr því á næstu mánuðum."


Voru fleiri lið sem Stefán veit að höfðu áhuga á sér og vildu jafnvel fá hann út á reynslu til sín?

„Nei ekki svo að ég viti, það er umboðsmaðurinn minn sem sér um þau mál ef áhugi kemur upp."

Veit Stefán af því að félög hafi áhuga á sér í dag?

„Ég er mjög lítið að spá í því eins og staðan er núna. Eina sem ég hugsa um núna er að halda áfram að standa mig."

Allir tilbúnir að leiðbeina og segja mönnum til
Stefán lék í janúar sína fyrstu A-landsleiki. Hvernig var að fá skilaboðin um að hann væri í hópnum?

„Þau skilaboð voru auðvitað virkilega skemmtileg að fá, ég fékk símtal nokkrum dögum fyrir brottför að ég yrði kallaður inn í hópinn fyrir Emil (Hallfreðsson), þannig það var ekki mikill fyrirvari."

Hvernig var landsliðsferðin og hvernig var að spila þessa leiki?

„Ferðin fyrir mig sjálfan og liðið í heild var mjög góð að mínu mati, gott fyrir mig að fá reynsluna að fara í ferð með A-landsliðinu og að auki æfa og spila með mörgum leikmönnum sem þekkja að spila með A-landsliðinu."

„Mér leið vel í leikjunum sjálfum það var ekki mikið stress þar sem (Erik) Hamrén og Freyr (Alexandersson) voru búnir að fara vel yfir hvað þeir vildu fá frá manni."


Var einhver í hópnum sem aðstoðaði nýliðina meira en aðrir við að komast inn í hlutina?

„Nei ég myndi ekki segja einhver einn hafi staðið meira í því en einhver annar, allt topp náungar sem voru þarna. Við vorum auðvitað nokkrir nýir og allir þeir sem hafa verið áður voru tilbúnir að leiðbeina og segja mönnum til."

Bölvað ströggl eftir góða byrjun
ÍA byrjaði mjög vel á síðustu leiktíð og var um tíma í toppsæti deildarinnar. Hvernig lítur Stefán til baka á eigin frammistöðu og frammistöðu liðsins?

„Fyrsti þriðjungur var góður hjá liðinu, náðum í mörg stig og spiluðum vel á köflum. Eftir það vorum við í bölvuðu ströggli - það er ekki hægt að fara framhjá því."

„Fyrri hluta móts spilaði ég mjög vel, seinni hlutann hefði ég eins og allt liðið átt að gera betur."


Færður aftar á völlinn
Stefán hafði spilað sem framherji sumrin 2017 og 2018 en í fyrra spilaði hann aftar á vellinum. Hvernig kom til að hann var færður aftar á völlinn?

„Ég hafði spilað sem framherji og spilaði vel þar, var markahæstur hjá ÍA á tímabilinu þegar við fórum upp. Svo á undirbúningstímabilinu fyrir Pepsi Max-deildina í fyrra koma Jói (Jóhannes Karl Guðjónsson) og Siggi (Sigurður Jónsson) til mín fyrir einn æfingaleikinn og vilja spila mér á miðjunni þar sem ég væri meira í boltanum."

„Mér finnst sú breyting hafa heppnast mjög vel, reyndar spilaði ég sem miðjumaður meira og minna upp alla yngri flokkana og þekki þessar miðjustöður mjög vel. Þessi breyting var í raun ekkert glænýtt fyrir mér."


Hvar á vellinum líður Stefáni best og hvernig lýsir hann sér sem leikmanni?

„Mér líður best sem áttu á miðjunni en aðrir aðilar fá að lýsa mér sem leikmanni," sagði Stefán Teitur.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner