Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   mið 04. maí 2011 09:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 1.deild karla: 11. sæti
Úr leik gegn BÍ/Bolungarvík á undirbúningstímabilinu.
Úr leik gegn BÍ/Bolungarvík á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valbjarnarvöllur í Laugardal er heimavöllur Þróttar.
Valbjarnarvöllur í Laugardal er heimavöllur Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Sveinbjörn Jónasson er kominn í raðir Þróttar.
Sveinbjörn Jónasson er kominn í raðir Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallur Hallsson er fyrirliði Þróttara.
Hallur Hallsson er fyrirliði Þróttara.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. Þróttur 60 stig
12. Grótta 42 stig

11. Þróttur
Heimasíða: trottur.is
Lokastaða í fyrra: 7. sæti í 1. deild

Það kemur væntanlega mörgum á óvart að sjá Þrótturum spáð falli úr 1. deildinni í sumar. Liðið hefur verið duglegt við að flakka milli A og B-deildar síðustu árin en fer alla leið niður í C-deild ef spáin rætist. Þróttur sigldi lygnan sjó stærstan hluta síðustu leiktíðar og var oftast um miðja deild og þar rétt fyrir neðan. Liðinu hefur gengið hörmulega á undirbúningstímabilinu.

Hvað segir Garðar Gunnar? Garðar Gunnar Ásgeirsson er álitsgjafi síðunnar um 1. deild karla. Garðar hefur verið sérfræðingur útvarpsþáttar Fótbolta.net um neðri deildirnar síðustu ár. Hann þjálfaði á sínum tíma meistaraflokk Leiknis í Breiðholti með góðum árangri.

Þróttur er sérstakur klúbbur að mörgu leyti og það er erfitt að átta sig á því hvað vantar. Þeir hafa allt til alls; flotta aðstöðu, fína umgjörð og skila upp góðum leikmönnum en samt er eitthvað sem vantar svo meistaraflokkurinn verði alvöru lið.

Styrkleikar: Þeir hafa fengið Sveinbjörn Jónasson sem gæti orðið mjög drjúgur fyrir þá í sóknarleiknum. Þeir hafa Halldór Hilmisson sem er stórkostlegur fótboltamaður á góðum degi. Hann mun koma til með að bera uppi sóknarleik þeirra og verður að vera í standi til þess að liðið spili vel. Þróttur er með flotta leikmenn í vörninni eins og Dusan Ivkovic og Helga Pétur Magnússon sem eru stórir og sterkir og Birki Pálsson sem mér finnst mjög vanmetinn leikmaður.

Veikleikar: Það vantar alvöru baráttuhunda til að rífa þetta áfram. Þetta virðast vera ellefu einstaklingar inni á vellinum í staðinn fyrir lið. Athyglisvert er að skoða að liðið tapaði öllum leikjum sínum í Lengjubikarnum og endaði með markatöluna 5-18. Ef við tökum bara hálfleikstölurnar úr leikjunum sjö þá er hún 2-5. Þeir eru því að tapa seinni hálfleik 3-13 sem segir okkur að þeir eru ekki í nægilega góðu standi. Það getur gert að verkum að þeir verði í miklu basli.

Lykilmenn: Hallur Hallsson, Halldór Hilmisson og Sveinbjörn Jónasson.

Gaman að fylgjast með: Daði Bergsson er fæddur 1995 og því enn í þriðja flokki. Hann er mjög góður og ég vonast til þess að hann fái sín tækifæri til að spila í sumar því þarna fer leikmaður sem vert er að fylgjast með.



Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Þjálfarinn
Páll Einarsson er að fara inn í sitt annað tímabil sem aðalþjálfari Þróttar. Þar áður var hann aðstoðarþjálfari Ólafs Þórðarsonar hjá Fylki. Páll er mikils metinn hjá Þrótti enda slær hjarta hans með félaginu þar sem hann var dyggur þjónn sem leikmaður á sínum tíma og fyrirliði til margra ára.


Komnir:
Jens Elvar Sævarsson frá Hvöt
Sveinbjörn Jónasson frá Fjarðabyggð
Trausti Sigurbjörnsson frá Leikni R.

Farnir:
Andrés Vilhjálmsson í KA
Eysteinn Pétur Lárusson hættur
Haraldur Björnsson í Val (Var á láni)
Hörður Sigurjón Bjarnason í Víking R.
Muamer Sadikovic til Bosníu/Herzegóvínu
Kjartan Páll Þórarinsson í Völsung


Fyrstu leikir Þróttar 2011:
13. maí: Þróttur R. - Grótta
19. maí: ÍA - Þróttur
28. maí: Þróttur - Leiknir
banner
banner
banner
banner