Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fim 14. ágúst 2014 10:00
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 7. sæti: Everton
Lokastaða síðast: 5. sæti
Enski upphitun
Ross Barkley, lykilmaður Everton.
Ross Barkley, lykilmaður Everton.
Mynd: Getty Images
Hinn afar geðþekki Roberto Martinez.
Hinn afar geðþekki Roberto Martinez.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Tim Howard.
Markvörðurinn Tim Howard.
Mynd: Getty Images
Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Stöð 2 Sport 2 eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Everton er spáð sjöunda sætinu og baráttu um sæti í Evrópudeildinni.

Um liðið: Everton átti eftirminnilegt síðasta tímabil. Eftir 3-0 sigur gegn Arsenal bankaði liðið á Meistaradeildarsæti en liðið fór á taugum og tapaði þremur af fimm síðustu leikjunum. Spænsk hugmyndafræði og fallegur fótbolti hefur heillað fótboltaáhugamenn en liðið spilar einnig vel skipulagðan varnarleik og vann marga leiki sína á síðasta tímabili með eins marks mun.

Stjórinn: Roberto Martinez
Þessi vinsæli og afar geðþekki Spánverji skrifaði undir fimm ára samning við Everton í sumar. Fáir stjórar njóta jafn mikils stuðnings og Martinez hjá Everton en hann hefur verk að vinna að bæta árangur liðsins frá síðasta tímabili.

Styrkleikar: Flott spilamennska Everton er margrómuð en helsti styrkleiki liðsins er þó vel skipulagður varnarleikurinn. Liðið fékk aðeins 39 mörk á sig á síðasta tímabili, aðeins tveimur fleiri en Manchester City. Varnarmennirnir eru líka að skila einhverju á hinum enda vallarins þar sem þeir skoruðu þrettán mörk.

Veikleikar: Þrátt fyrir að varnarleikurinn sé einn helsti styrkleiki Everton þá er áhyggjuefni hvað lykilmenn liðsins í öftustu línu eru oðrðnir gamlir. Sylvain Distin verður 37 ára í desember og Phil Jagielka er 32 ára.

Talan: 13
Leighton Baines hefur tekið þrettán víti og skorað úr öllum síðan hann skrifaði undir hjá Everton 2007.

Lærdómur frá síðustu leiktíð: Breiddin er mjög mikilvæg. Slökustu kaflar Everton komu um miðjan veturinn og í lok tímabilsins.

Verður að gera betur: Wigan-mennirnir. Antolin Alcaraz, Arouna Kone og Joel Robles léku allir undir væntingum síðasta tímabil.

Lykilmaður: Ross Barkley
Þessi ungi og spennandi leikmaður fór frá því að leika á HM U20 yfir í að fara í HM-hópinn á innan við tólf mánuðum. Gríðarlega miklar væntingar eru gerðar til leikmannsins. Kraftmikill og drífandi leikstjórnandi. Getur hann tekið enn eitt skrefið fram á við á þessu tímabili?

Komnir:
Gareth Barry frá Manchester City
Muhamed Besic frá Ferencvaros
Brendan Galloway frá Milton Keynes Dons
Romelu Lukaku frá Chelsea

Farnir:
Magaye Gueye samningslaus
John Lundstram til Leyton Orient á láni

Þrír fyrstu leikir: Leicester (ú), Arsenal (h) og Chelsea (h)

Þeir sem spáðu: Arnar Daði Arnarsson, Aron Elvar Finnsson, Elvar Geir Magnússon, Eyþór Ernir Oddsson, Gunnar Karl Haraldsson, Jóhann Ingi Hafþórsson, Kristján Blær, Magnús Valur Böðvarsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson, Þórir Karlsson.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. Everton 155 stig
8. Newcastle 135 stig
9. Swansea 123 stig
10.Stoke City 110 stig
11. West Ham 92 stig
12. Crystal Palace 91 stig
13. Sunderland 88 stig
14. Southampton 86 stig
15. Hull 76 stig
16. Aston Villa 67 stig
17. QPR 48 stig
18. West Brom 42 stig
19. Leicester 36 stig
20. Burnley 12 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner