Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fim 14. ágúst 2014 14:00
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 6. sæti: Tottenham
Lokastaða síðast: 6. sæti
Enski upphitun
Christian Eriksen er lykilmaður.
Christian Eriksen er lykilmaður.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham.
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham.
Mynd: Getty Images
Erik Lamela er enn hjá Spurs.
Erik Lamela er enn hjá Spurs.
Mynd: Getty Images
Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Stöð 2 Sport 2 eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Tottenham mun enda í sjötta sæti, sama sæti og liðið endaði í síðasta tímabil.

Um liðið: Enn og aftur er kominn nýr knattspyrnustjóri Tottenham. Óhætt er að segja að síðasta tímabil hafi ekki farið eftir áætlun. Þolinmæðin var ekki til staðar og Andre Villas-Boas var látinn taka pokann sinn. Tim Sherwood fékk starfið þrátt fyrir reynsluleysi sitt. Þrátt fyrir erfitt tímabil hefði niðurstaðan getað verið verri. Fimmta árið í röð náði liðið Evrópusæti og Christian Eriksen varð uppáhald stuðningsmanna.

Stjórinn: Mauricio Pochettino
Hefur gert frábæra hluti hjá Southampton og nú vill Tottenham að hann fari svipaða leið hjá sér. Er góður í að fá það besta fram hjá ungum leikmönnum. Er með hæfileikaríkan hóp í höndunum og miklar vonir eru bundnar við árangur.

Styrkleikar: Þrátt fyrir vonbrigðin síðasta tímabil býr Tottenham yfir mikilli breidd og það er gríðarleg samkeppni um sæti í liðinu. Liðið gæti náð árangri bæða heima og í Evrópukeppninni.

Veikleikar: Liðið fékk of mörg ódýr mörk á sig á síðasta tímabili. Tölfræðin segir að af 51 deildarmarki sem Tottenham fékk á sig hafi 21 komið eftir einstaklingsmistök. Menn þurfa að hafa hausinn rétt skrúfaðan á.

Talan: 18
Fjöldi leikmanna sem náðu að skora á síðasta tímabili. Fleiri en hjá nokkru öðru liði í úrvalsdeildinni.

Lærdómur frá síðustu leiktíð: Þolinmæði er dyggð. Bæði innan vallar sem utan. Nýr stjóri þarf að fá tíma til að ná sínu handbragði á liðið.

Verður að gera betur: Árangur Tottenham gegn fjórum efstu liðum deildarinnar síðasta tímabil var ömurlegur. Liðinu tókst ekki að vinna neinn af átta leikjum gegn Manchester City, Liverpool, Chelsea eða Arsenal. Ef liðið ætlar að bæta árangur sinn verður að laga þetta.

Lykilmaður: Christian Eriksen
Fór hægt af stað í búningi Tottenham en svo blómstraði danski leikstjórnandinn. Hann skoraði tíu mörk og átti tíu stoðsendingar í 36 leikjum. Hann ætlar að reyna að smyrja ofan á það á komandi tímabili.

Komnir:
Ben Davies frá Swansea City
Eric Dier frá Sporting Lissabon
Michel Vorm frá Swansea City

Farnir:
Gylfi Þór Sigurðsson til Swansea
Heurelho Gomes til Watford
Jake Livermore til Hull City

Þrír fyrstu leikir: West Ham (ú), QPR (h) og Liverpool (h)

Þeir sem spáðu: Arnar Daði Arnarsson, Aron Elvar Finnsson, Elvar Geir Magnússon, Eyþór Ernir Oddsson, Gunnar Karl Haraldsson, Jóhann Ingi Hafþórsson, Kristján Blær, Magnús Valur Böðvarsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson, Þórir Karlsson.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Tottenham 161 stig
7. Everton 155 stig
8. Newcastle 135 stig
9. Swansea 123 stig
10.Stoke City 110 stig
11. West Ham 92 stig
12. Crystal Palace 91 stig
13. Sunderland 88 stig
14. Southampton 86 stig
15. Hull 76 stig
16. Aston Villa 67 stig
17. QPR 48 stig
18. West Brom 42 stig
19. Leicester 36 stig
20. Burnley 12 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner