
Ísland verður því miður ekki á meðal þátttökuþjóða í 8-liða úrslitum Evrópumótsins eftir að hafa tapað öllum sínum leikjum á mótinu, en í gær varð ljóst hvernig 8-liða úrslitin munu líta út.
Á miðvikudaginn hefjast 8-liða úrslitin með leik Noregs og Ítalíu, en Noregur vann riðilinn sem Ísland var í á mótinu. Svo verður einn leikur á hverjum degi fram til 19. júlí.
Á miðvikudaginn hefjast 8-liða úrslitin með leik Noregs og Ítalíu, en Noregur vann riðilinn sem Ísland var í á mótinu. Svo verður einn leikur á hverjum degi fram til 19. júlí.
Undanúrslitin hefjast svo 22. júlí og klárast daginn eftir, en úrslitaleikur mótsins verður 27. júlí í Basel.
8-liða úrslitin:
Noregur - Ítalía (16. júlí í Genf)
Svíþjóð - England (17. júlí í Zürich)
Spánn - Sviss (18. júlí í Bern)
Frakkland - Þýskaland (19. júlí í Basel)
Athugasemdir