Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 09:52
Elvar Geir Magnússon
Mögnuð tölfræði og strax í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Chelsea
Mynd: EPA
Brasilíumaðurinn Joao Pedro var algjörlega frábær fyrir Chelsea á HM félagsliða en hann gekk í raðir félagsins á miðju móti. Það eru tólf dagar síðan Chelsea keypti hann frá Brighton og stuðningsmenn eru strax byrjaðir að elska hann.

Pedro, sem er 23 ára, skoraði eitt af mörkum Chelsea í 3-0 sigrinum gegn PSG í úrslitaleiknum á HM í Bandaríkjunum í gær.

Hann skoraði þrjú mörk í keppninni úr aðeins sex skottilraunum sem samtals voru aðeins með 0,85 í xG tölfræðinni yfir vænt mörk. Alvöru skilvirkni frá Pedro.

Pedro kom heldur betur endurnærður úr sumarfríi á miðju móti, eftir að hafa baðað sig í sólinni á ströndum Rio de Janeiro, og var lykilmaður í að Chelsea vann HM félagsliða.

Eftir úrslitaleikinn voru einhver læti í kringum Pedro og hann lá í grasinu eftir viðskipti við Luis Enrique, þjálfara PSG.

„Ég nenni eki að vera að tala um þá. Allir vildu vinna leikinn en í lokin misstu þeir hausinn," sagði Pedro eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner