Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kom inn á eingöngu til að kveðja - Á leið í úrvalsdeildina
Mynd: EPA
El Hadji Malick Diouf, vinstri bakvörður Slavia Prag, kvaddi stuðningsmenn liðsins í gær en hann er á leið til West Ham.

Hann er tvítugur Senegali sem var á mála hjá Tromsö fyrir tveimur árum. Hann gekk síðan til liðs við Slavia á síðasta ári og sló í gegn.

Slavia Prag vann Dynamo Dresden 4-2 í æfingaleik í gær en Diouf kom inn á í blálokin eingöngu til að kveðja stuðningsmenn.

West Ham borgar um 20 milljónir punda fyrir hann.


Athugasemdir
banner
banner