Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 09:07
Elvar Geir Magnússon
Sá líklegasti til að fá gullboltann fékk 2 í einkunn
Einkunnirnar má sjá neðst í fréttinni.
Einkunnirnar má sjá neðst í fréttinni.
Mynd: EPA
Chelsea kom á óvart þegar liðið lék á als oddi gegn Evrópumeisturum Paris Saint-Germain í úrslitaleik HM félagsliða. PSG hefur farið með himinskautum en Chelsea sýndi sparihliðarnar í Bandaríkjunum.

Franska blaðið L'Equipe valdi að sjálfsögðu Cole Palmer sem mann leiksins, hann fékk 9 af 10 mögulegum. Palmer skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik en Chelsea leiddi 3-0 í leikhléi, sem urðu svo lokatölur leiksins.

Lægsta einkunnin sem blaðið gaf var 2 en meðal leikmanna sem fékk þá einkunn var Ousmane Dembele sem er samkvæmt veðbönkum líklegastur til að hljóta Ballon d'Or gullboltann sem besti leikmaður heims.

Dembele átti magnað tímabil en hann var nánast ósýnilegur í þessum úrslitaleik gegn Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner