Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 15:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Árni Guðna hættur með Fylki (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Freyr Guðnason er ekki lengur þjálfari meistaraflokks karla hjá Fylki. Þetta kom fram í tilkynningu Fylkis rétt í þessu.

Fylkir er í níunda sæti Lengjudeildarinnar eftir tólf umferðir sem eru mikil vonbrigði, markmið Fylkis var að komast aftur upp í Bestu deildina eftir að hafa fallið úr henni síðasta haust.

Fylkir réði Árna síðasta haust, eftir að hann og Jóhann Birnir Guðmundsson höfðu verið valdir þjálfarar ársins í Lengjudeildinni í fyrra eftir frábært tímabil með ÍR, og gerði við hann þriggja ára samning. Það byrjaði vel hjá Fylki undir stjórn Árna, liðið lék vel í vetur og fór alla leið í úrslitaleik Lengjubikarsins. Fylkir tók fjögur stig út úr fyrstu tveimur leikjum sínum en einungis sex úr síðustu tíu leikjum.

Árni var dæmdur í tveggja leikja bann eftir að hafa fengið rautt spajd gegn ÍR í þarsíðustu umferð og var því ekki á hliðarlínunni þegar Fylkir tapaði 3-1 gegn Selfossi á föstudag.

Tilkynning Fylkis
Knattspyrnudeild Fylkis og Árni Freyr Guðnason hafa komist að samkomulagi um að Árni Freyr láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla frá og með deginum í dag, 14. júlí.

Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis þakkar Árna Frey fyrir hans framlag til félagsins og óskar
honum góðs gengis í framtíðinni.

Knattspyrnudeild Fylkis hefur hafið leit að nýjum þjálfara meistaraflokks karla.

fh. stjórnar knattspyrnudeildar Fylkis,
Ragnar Páll Bjarnason, formaður
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 12 7 4 1 21 - 8 +13 25
2.    Njarðvík 12 6 6 0 30 - 12 +18 24
3.    HK 12 7 3 2 24 - 13 +11 24
4.    Þróttur R. 12 6 3 3 23 - 20 +3 21
5.    Þór 12 6 2 4 28 - 19 +9 20
6.    Keflavík 12 5 3 4 25 - 18 +7 18
7.    Grindavík 12 4 2 6 28 - 36 -8 14
8.    Völsungur 12 4 2 6 18 - 27 -9 14
9.    Fylkir 12 2 4 6 16 - 20 -4 10
10.    Selfoss 12 3 1 8 13 - 25 -12 10
11.    Fjölnir 12 2 3 7 14 - 27 -13 9
12.    Leiknir R. 12 2 3 7 12 - 27 -15 9
Athugasemdir
banner