Serbneski sóknarmaðurinn Dusan Vlahovic er sagður spenntari fyrir því að ganga í raðir AC Milan en Manchester United og spila þannig aftur fyrir Max Allegri, sem er tekinn við stjórnartaumunum hjá Milan.
Vlahovic er ekki í framtíðarplönum Juventus og hefur verið tjáð að hann megi fara.
Vlahovic er ekki í framtíðarplönum Juventus og hefur verið tjáð að hann megi fara.
Framherjinn er ekki lengur í myndinni hjá Juventus en það hefur gengið illa að finna kaupanda þar sem verðmiðinn er of hár og launapakkinn sömuleiðis en hann þénar um 12 milljónir í árslaun.
Möguleiki er að Juventus komist að samkomulagi við Vlahovic um að rifta samningi hans og honum verði þá frjálst að finna sér nýtt félag.
Milan og Man Utd eru sögð bíða á hliðarlínunni, en samkvæmt breska götublaðinu The Sun er leikmaðurinn sagður spenntari fyrir því að ganga í raðir Milan en Man Utd.
Athugasemdir