Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kærður fyrir brot á veðmálareglum
Lewis Macari.
Lewis Macari.
Mynd: Notts County
Enska fótboltasambandið hefur ákært Lewis Macari, leikmann Notts County í ensku D-deildinni, fyrir að brjóta veðmálareglur yfir tæplega þriggja ára tímabil.

Hinn 23 ára gamli Macari, sem er barnabarn Lou Macari fyrrum leikmanns Manchester United, er ásakaður um að hafa veðjað á 354 fótboltaleiki á milli febrúar 2020 og desember 2022.

Notts County staðfesti ákæruna frá enska sambandinu í dag og ítrekaði að félagið myndi styðja leikmanninn í gegnum þetta ferli.

Macari gekk í raðir Notts Count árið 2023 og er tímaramminn á veðmálunum fyrir tíma hans hjá félaginu.

Þetta virðist vera mikið vandamál í enskum fótbolta. Fótboltamaðurinn Ryan Bowman sem lék með Cheltenham, Shrewsbury og Exeter í ensku neðri deildunum fékk á dögunum 42 mánaða keppnisbann fyrir brot á veðmálareglum.
Athugasemdir
banner
banner