Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum leikmaður Man Utd fer í mál við félagið
Tuanzebe í leik með Ipswich á síðustu leiktíð.
Tuanzebe í leik með Ipswich á síðustu leiktíð.
Mynd: EPA
Axel Tuanzebe, fyrrum varnarmaður Manchester United, höfðar nú mál gegn félaginu.

Telegraph segir frá en málið tengist meintrar vanrækslu félagsins í garð leikmannsins. Er sagt að það sé út af læknisfræðilegri ráðgjöf sem hann fékk frá United.

Tuanzebe ólst upp hjá United og steig sín fyrstu skref með aðalliði félagsins áður en hann fór til Ipswich 2023. Hjálpaði hann svo Ipswich að komast upp í ensku úrvalsdeildina en hann samdi nýverið við Burnley.

Það voru miklar væntingar gerðar til Tuanzebe þegar hann var að koma upp hjá United en meiðsli settu strik í reikninginn hjá honum.

Lögmenn Tuanzebe neituðu að tjá sig um málsóknina þegar Telegraph leitaðist eftir því.
Athugasemdir
banner