Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   mán 14. júlí 2025 14:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Birkir Örn Baldvinsson innsiglaði öruggan sigur Hvíta riddarans á ÍH í 3. deildinni með marki fyrir aftan miðju á föstudagskvöldið. Spilað var á Malbikstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ. Lokatölur urðu 5-0 fyrir heimamenn í Hvíta.

Markið kom á 64. mínútu leiksins, miðvörðurinn kom upp eigin vallarhelming með boltann, sá að Jón Arnar Hjálmarsson markmaður ÍH stóð nokkuð framarlega og Birkir smellhitti boltann eins og sjá má í spilaranum.

Til gamans má geta þess að Birkir Örn er sonur Baldvins Jóns Hallgrímssonar fyrrum keppanda í herra Ísland. Þetta var fyrsta mark Birkis, sem er fæddur árið 2005, í keppnisleik í meistarafokki.

Hvíti riddarinn er í 2. sæti deildarinnar og var að vinna sinn annan leik í röð. ÍH er í miklum vandræðum í neðsta sæti deildarinnar, átta stigum frá öruggu sæti þegar tíu umferðir eru eftir. Einungis einn varamaður var á skýrslu hjá ÍH í leiknum.
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Augnablik 12 8 4 0 26 - 10 +16 28
2.    Hvíti riddarinn 12 8 1 3 34 - 17 +17 25
3.    Magni 12 7 2 3 22 - 17 +5 23
4.    Reynir S. 12 6 3 3 26 - 25 +1 21
5.    KV 12 5 3 4 36 - 27 +9 18
6.    Tindastóll 12 5 2 5 29 - 21 +8 17
7.    Árbær 12 4 3 5 28 - 31 -3 15
8.    KFK 14 4 3 7 19 - 29 -10 15
9.    KF 13 3 5 5 17 - 18 -1 14
10.    Sindri 13 3 4 6 19 - 25 -6 13
11.    Ýmir 12 2 5 5 16 - 18 -2 11
12.    ÍH 12 1 1 10 19 - 53 -34 4
Athugasemdir
banner